Hef ég ekki hrakið rökin þín í þessu máli, þú hefur ekki komið fram með nein rök sem ég man eftir.
Hvaða rök voru þetta nákvæmlega, það eina sem ég man eftir í svipinn var staðhæfing - “LÍF ER lÍF” sem þú hefur verið duglegur að nota og svo útúrsnúningar úr því sem ég hef verið að segja.
Vinsamlega bentu mér á þessi rök þín.
Jú ég vil meina að þú hafir ekki lesið alla greinina áður en hún kom inn, þú virtist allavega ekki vera búin að lesa það að slökkviliðsmennirnir hefðu ítrekað sagt honum að það væri ekki óhætt að fara inní húsið og þeir voru ekkert að ljúga því!!
Já þetta er slæmt PR lega fyrir þá, en það er einfaldlega vegna þess að - “Fólk er fífl” (svo ég vitni nú í Botnleðju, og það sem 95% fólks sér er bara
- Hundur að brenna, slökkviliðið vondir kallar og njóta þess að horfa á hann brenna, þá kemur hetjan og bjargar hundinum og allir ánægðir
Þetta er bara ekki svo einfalt, eins og ég hef ítrekað bent á hérna.
Mig langar líka að minna þig á hvar þetta gerðist - í Bandaríkjunum. Þú veist jafn vel og ég hvað gerst ef þessi maður hefði nú slasað sig eða jafnvel dáið, hverjir hefðu þurft að blæða miljónum - jú slökkviliðið, þessvegna skil ég þeirra afstöðu fullkomlega.
Svo finnst mér þú vera svo mikill hræsnari að ég á ekki orð yfir þig - Mér finnst það alveg stórkostlegt að þú skulir tala um að hundar séu okkar jafningjar (sem og annað hundafólk) svo ferðu og “kaupir” þér nýjan hund, sem þú velur úr hópi annara, þú kaupir handa honum flotta og góða ól (held meira að segja að ég hafi séð grein hjá þér um ólir)
Þú bindur hann úti í garði ef þú nennir ekki að labba með hann.
Þú ferð með hann á námskeið svo hann læri nú að HLÝÐA ÞÉR í einu og öllu.
Ef þú myndir eignast barn sem væri með ofnæmi þá myndiru losa þig við hann samdægurs, þó þú værir búin að eiga hann í 10 ár (ég legg áherslu á orðið “eiga”
Þetta er eiginlega grófasta tegund af “þrælahaldi” sem til er, nema bara að það skipti ekki máli hvort mennskir þrælar væru með ættarbók.
Ég get ekki séð hvernig það að ég (sem kristinn maður) vitni í sköpunarsögu mannsins samkvæmt biblíunni geti talist ósmekklegt, þetta segir nú meira um þig en mig.
Ég veit líka alveg hvað ég hef verið að skrifa hér á Huga og ég get eiginlega ekki munað eftir neinu sem ætti að koma illa við fólk, mér þætti gott ef þú gætir komið með einhver dæmi um það.
Ég fékk ekki einn eða neinn til að styðja mig hérna inni, ég þarf þess ekkert, því þó að 12-16 ára krakkar kalli mig öllum illum nöfnum hérna þá þýðir það ekki að ég hafi rangt fyrir mér.
Rökflutningur fólks sem er á móti mér hérna inni hefur verið afar slakur og´eins og einhver sagði þá skil ég ekki hvernig ég hef nennt að standa í þessu.
Þú t.d. virðist vera svo fordómafulluir að það þýðir ekkert að tala við þig og þú svarar engu af þeim rökum sem ég hef komið með fram hérna.
Allt sæmilega viti borið fólk, sem kynnir sér þetta mál, frá ÖLLUM hliðum sér að þessi maður átti fyllilega skilið að vera handtekinn.
Mér þætti líka vænt um að vita hvaða skoðun þú hefur á mér?
Anon: ,,Svo finnst mér þú vera svo mikill hræsnari að ég á ekki orð yfir þig - Mér finnst það alveg stórkostlegt að þú skulir tala um að hundar séu okkar jafningjar (sem og annað hundafólk) svo ferðu og “kaupir” þér nýjan hund, sem þú velur úr hópi annara, þú kaupir handa honum flotta og góða ól (held meira að segja að ég hafi séð grein hjá þér um ólir)….“
ok í fyrsta lagi þá geta ekki allar hundategundir lifað villtar. Þú talar um þetta eins og hundar séu minna virði því við ”eigum“ þá. Ef allir myndu bara ”frelsa“ hunda heimsins þá myndu fullt af tegundum deyja út, þeir eru sumir svo ónáttúrulegir. Ég held að það sé betra að maður setji ól á þá til að þeir hlaupi ekki fyrir bíl, til að vernda hann sjálfan. Þar að auki eru ekki mörg svæði eftir á jörðinni þar sem hundar geta lifað villtir. Eru villtir hundar meira virði en tamdir??
Það er ekki endilega verið að tala um að hundar séu jafningar okkar í daglegu lífi, þeir eru auðvitað neðar í virðingarröðinni í fjölskyldunni, heldur er líf þeirra jafnt okkar.
Anon: ,,Þú bindur hann úti í garði ef þú nennir ekki að labba með hann.
Þú ferð með hann á námskeið svo hann læri nú að HLÝÐA ÞÉR í einu og öllu.
Ef þú myndir eignast barn sem væri með ofnæmi þá myndiru losa þig við hann samdægurs, þó þú værir búin að eiga hann í 10 ár (ég legg áherslu á orðið ”eiga“)”
Auðvitað verður hundurinn að læra að HLÝÐA Í EINU OG ÖLLU, alveg eins og gerist í náttúrunni. Þá er einn forustu hundur sem stjórnar öllu.
Anon: ,,Þetta er eiginlega grófasta tegund af “þrælahaldi” sem til er, nema bara að það skipti ekki máli hvort mennskir þrælar væru með ættarbók"
Við erum ekki að þrælka hundana heldur að taka þá inni fjölskylduna og sýna þeim hvernig virðingarröðin er með hlýðniæfingum. Flestir hundar njóta þess líka að vinna við eitthvað (t.d. smölun) og það telst því ekki vera þrælkun!
Og það með að við getum étið páskalærið og hamborgara samviskulaust og séum bara hræsnarar fyrir að telja að líf hunda sé meira virði en líf kindarinnar sem við borðum……
…..Það er okkur náttúrulegt að éta kjöt til að lifa af. Mér finnst allt annað að drepa sér til matar heldur en að láta hund brenna lifandi inni.
Hundurinn hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára og hann hefur hjálpað mönnunum rosalega mikið. Það var talið að við höfum útlifað Neandelers mennina af því að við höfðum hunda okkur til aðstoðar. Vegna þeirra þá lifum við enn þann dag í dag. Neandelers mennirnir voru mikið sterkari en meðalmaður í dag en hundurinn gaf okkur forskot og meiri möguleika á að lifa.
Ekki fara svo að hundar séu bara einhver húsdýr sem eru einskis virði!
Þeir eru meira en það!
0
(Ég vil taka það fram að ég hef sagt það nokkrum sinnum að hundar geti ekki lifað án okkar, enda eru þeir hálfgerð sníkjudýr á okkur!)
Ég sagði aldrei að þeir væru einskis virði, dettur það ekki í hug.
Ég er bara að segja að þeir eru ekki svo mikils virði að þessi maður hafi rétt á að leggja líf sítt, barnanna sinna og slökkviliðsmanna í hættu til að bjarga einum þeirra, og brjóta lögin í leiðinni. Þú verður líka að gera þér grein fyrir því hver hefði verið dreginn til ábyrgðar ef maðurinn hefði slasast.
Villtir Hundar eru heldur ekkert líkir venjulegum heimilshundum í hegðun, það er meiri munur á þeim heldur en heimilsköttum og ljónum.
Málið er nefnilega að heimilshundur er ekki fær um að lifa án mannsins. Þeir deyja án okkar (í flestum tilfellum)
…..Það er okkur náttúrulegt að éta kjöt til að lifa af
Það er náttúrulega alrangt að okkur sé náttúrulegt að borða kjöt, þú þarft nú ekki að gera annað en að skoða í þér tennurnar til að sjá það.
Þessi kenning þín um Neanderthals mennina er bara kenning og afar hæpin líka, því þeir voru töluvert heimskari en við þó að þeir hafi verið sterkari.
0
Það er mönnum eðlilegt að éta kjöt, ekki bara eingöngu kjöt heldur líka grænmeti og margt annað líka en það er okkur náttúrulegt að éta kjöt!
Þannig að ég sé ekkert að því að drepa sér sum dýr til matar. En mér finnst persónulega hundar mikið meira virði en húsdýrin sem er slátrað. Þau deyja til að annað dýr geti borðað, alveg eins og gerist í náttúrunni.
En þetta snýst ekki um það.
Kannski var þessi maður heimskur að hlaupa áður en slökkviliðsmennirnir gerðu það en það að handtaka manninn, rétt eftir að húsið hans brennur. Ég meina hann hefur pottþétt verið í sjokki og ekki getað gert annað en að bjarga hundinum, kannski hamið sig í smá tíma en svo ekki þolað biðina lengur því eldurinn nálgaðist hundinn óðum.
Þannig að ég skil manninn vel, enginn hugsar rökrétt þegar fjölskyldan rétt sleppur við að brenna inni og hundurinn er ennþá inni….bara spurning um tíma hvenær hann deyr.
Og hvort hann hafi haft rétt til þess að leggja líf sitt í hættu til að bjarga fjölskyldu hundinum……! Mér finnst að hann hafi rétt á því að reyna að bjarga fjölskyldumeðlim. Það finnst það kannski ekki öllum.
Við þekkjum ekki þessa fjölskyldu, kannski hefur þessi hundur bjargað lífi einhvers í fjölskyldunni…ég meina maður veit aldrei.
Manninum fannst hundurinn greinilega þess virði að það þyrfti að bjarga honum.
p.s. Sorry, gleymdi að smella í dálkinn þar sem stendur “Láta höfund vita að honum hafi verið svarað” það var ekki viljandi
0
Þetta er ekki einusinni spurning um heimsku, slökkviliðsmennirnir voru búnir að segja honum mörgum sinnum afhverju hann mátti ekki fara þarna inn. Og þeir höfðu gilda ástæðu til þess.
og í tíunda skipti - hann var ekki bara að stofna sínu lífi í hættu, heldur líka lífi þeirra sem voru í kringum hann.
0
Ósjálfráð viðbrögð, hann gerði sér ekkert grein fyrir því hvað hann var að gera. Fáránlegt að handtaka hann fyrir svona…ef má kalla “stundarbrjálæði”.
Kannski hefði hann brugðist öðruvísi við ef hann hefði vitað daginn áður að hann þetta myndi gerast og hann hefði haft tíma til að hugsa um þetta.
Ég veit og hef marg oft lesið það að hann stofnaði líf annara í hættu en hann gerði það ekki viljandi. Hver hugsar rökrétt þegar allt þetta er í gangi. Á hann skilið að vera handtekinn fyrir það?
En annars er ekki eins og við þurfum að komast að einhverri niðurstöðu hér….
0
Guð minn góður, kanntu ekki að lesa. Þetta voru ekkert ósjálfráð viðbrögð. Það var marg búið að stoppa hann og segja honum afhverju hann mætti ekki brjóta gluggann, ef hann hleypti súrefni á eldinn gæti það valdið mikilli hættu.
Mikið rosalega er pirrandi að þurfa að segja sömu hlutina aftur og aftur.
og annað, ef ég drep konuna mína í “stundarbrjálæði” á þá ekki að handtaka mig??
0
VIÐ VITUM ÞAÐ! EN….
Þó hann hafi þurft að bíða eitthvað er ekki þar með sagt að þetta hafi ekki verið ósjálfráð viðbrögð. Kannski hefur hundurinn krafsaði í gluggann og þanni fyllt mælinn!
og að drepa konuna sína í “stundarbrjálæði” er ALLT ANNAÐ en að bjarga hundinum sínum í “stundarbrjálæði”. Eitt felur í sér að drepa einstakling með þínum eigin höndum hitt felur í sér að leggja fólk “kannski” í hættu vegna þess að súrefni gæti komist að og magnað upp eld.
Þú lætur eins og þú hafir verið á staðnum, sorry to tell you that but….you weren't there!
0
heyrðu, þið þurfið ekki að svara svarinu mínu hér að ofan. Ég er í of góðu skapi til að nenna að tala um þetta lengur. Mér er nokkuð sama hvort þið mynduð fórna ykkur fyrir hundinn ykkar eða ekki, og nokkuð sama hvort hann lagði slökkviliðsmennina í hættu eða hvort þetta var bara hans mál.
Ég hefði gert það sama, ég gæti ekki látið hundinn minn brenna inni. Punktur.
0
Það að þú skulir segja að þú myndir, þrátt fyrir að það væri búið að segja þér að þú værir að leggja líf annara, líf þitt og framtíð barnanna þinna í hættu, samt vera tilbúinn að gera það sem þessi maður gerði.
Það gerir þig að mjög vondri manneskju í mínum augum og flesta aðra sem hafa tjáð sig á þessari umræðu.
Þú segir að þessi maður hafi kannski gert þetta í stundarbrjálæði, en þú ert að taka þessa ákvörðun meðvitað og rólegur.
Meðvitaður og rólegur ert þú tilbúinn að fórna lífum fyrir hundinn þinn, það finnst mér ógeðslegt og því finnst mér þú líka vera ógeðslegur.
Þetta er það síðasta sem ég ætla að segja hér. Punktu
0
Það er líka kurteisi að láta vita þegar þú svara manni
0
Anon:
Sleptu þessu félagi, þetta fólk mun fyrr borða börnin sín áður en þau snerta hundinn.
ps: Fyrir ykkur hin, þá á ég tvo ketti og þykir mjög vænt um þá… en hugsa samt um hvernig þeir séu á bragði þegar ég er svangur á ekki pening fyrir mat.
0