Lóðerí allt í kring!! Ég er hérna með smá vandamál ákkurat núna..!
þannig er það að núna í þessum mánuði hafa 3 tíkur flutt inn hérna í kringum mig!
tvær af þeim eru eldri en tveggja ára en sú þriðja rétt að verða 1 árs.

Þetta er ekkert nema gott mál fyrir utan það að ákkurat núna er ALLAR á lóðeríi.
Hjá öllum öðrum er þetta ekkert vandamál en hjá mér verður þetta soldið flóknara.
Hundurinn minn er ca 18 mánaða og kominn vel á kynþroskann en ég ætla ekki að láta gelda hann..allavega ekki eins og er vegna fjármála þessa stundina.

En ég er með garð sem er hægt að loka en ég er oftast með hliðið í honum opið. Hundurinn minn bara fer ekki út úr honum nema með leyfi :þ
En hinum hundaeigendunum í kringum mig virðist vera nokkuð sama um hvar tíkin þeirra er.
Um daginn var til dæmis ein af þeim inni í mínum garði og hundurinn minn úti og það leið ekki langur tími þar til hann var kominn upp á hana, eða allavega reyndi það…hitti ekki á réttan enda greyið.

En það er nottla ekki mitt mála að passa annarra manna tíkur en ég vill sjá um minn hund.
ég vill ekki hver einasta tík í bænum verði ólétt eftir hundinn minn.

Ég get treyst honum til að vera inni í garði dags daglega en ég veit ekki hvort ég geti treyst honum til að standa kyrr inni í garði á meðan það eru 2 tíkur á lóðeríi fyrir framan nefið á honum!!!

þótt ég myndi loka hliðinu kæmsist hann samt út…!!!!

Er einhver með ráð fyrir mig hvað ég get gert..?? ég veit að það er ekki á minni ábyrgð ef að tíkin kemur inn í MINN garð en samt..ég vill að það verði eitthvað vesen út af þessu!!!
#16