Ég var að koma úr vinnunni í morgun eftir næturvakt og var að keyra Miklubrautina, þegar ég sé eitthvað liggja á götunni. Þetta var svartur hundur (líklega blanda af íslensku) sem hafði verið keyrt á. Líklega innan við mínútu áður, ég stoppaði að sjálfsögðu og hljóp út að hundinum, sem var með stórt sár á höfðinu, hann gat greinilega ekki hreyft aftari hluta líkamans, enda alblóðugur þar. Hann ýlfraði alveg svakalega af sársauka. Stuttu seinna kom eigandi hans hlaupandi, sagði “Æi klaufinn minn”, tók hann upp og hélt á honum yfir götuna og hljóp með hann í burtu. Eftir það sá ég þá ekki aftur en vona að hann hafi farið í strax með hann til læknis. Ef einhver þekkir til mannsins sem á hundinn og veit hvernig hundinum braggast, þá má hinn sá sami/a endilega láta mig vita.
En það sem ég átti við með titilinn er að hvernig í ósköpunum getur einhver keyrt á dýr og keyrt í burtu án þess að stoppa??!!! Er fólk virkilega orðið það brenglað að það hugsi frekar um það að mæta á réttum tíma í vinnuna heldur en að stoppa fyrir slösuðu dýri??? Ég bara spyr.