Sælt Hugafólk,

Ég hélt að þegar hingað til Danmerkur væri komið myndi maður sjá allt öðruvísi hundasýningar, það er að fleiri væru það sem á erlendu máli er kallað professional sýnendur :-) En nei það var víst misskilningur, það er nákvæmlega það sama hér og var til staðar á sýningum heima, alltof mikið um að fólk komi með hundana illa þjálfað og illa til hafða og sýnandinn í lopapeysu og gallabuxum. Þarna er ég fyrst og fremst að tala um mína tegund Ameriskann Cocker Spaniel, það var allavega þannig heima og er þannig hér að ansi margir koma með hundinn illa eða ósnyrtann, illa taumþjálfaðann og að síðustu hoppar hundurinn og lætur öllum illum látum inn í sýningahring. Ansi margir halda að það sé nóg að byrja að þjálfa þegar HRFÍ auglýsir sýningaþjálfun mánuði fyrir sýningu :-)) það er bara ekki þannig, alla vega ekki hjá mér.

Þjálfun hefst þegar hvolpurinn er 6-8 vikna, með að byrja að raka (byrja nú yfirleitt að raka um 3-4 vikna þar sem ég get ekki beðið lengur með að sjá hvernig hvolpurinn lýtur út rakaður hehehe) hann og stilla upp á borði. Taumþjálfun hefst hins vegar ekki hjá mér fyrr en hvolpurinn er orðinn töluvert eldri og stundum ekki fyrr en hann er um fjögura mánaða, og af hverju !! jú mér finnst skifta meira máli að gera hvolpinn vanann umhverfi, snyrtingu og að hann skilji skipunina kyrr eða standa, þegar honum er stillt upp hvort sem er á gólfi eða borði. Það hefur komið fyrir að ég hef tekið hvolp í sýningataum viku fyrir sýningu í fyrsta skifti, en hann hefur þá verið vaninn á venjulega hálsól og taum fyrir þann tíma og þar hafa börnin mín reynst vel :-)) Enda finnst þeim afskaplega gaman að fara með hvolpana út að labba í taum.

Hér finnst mér sýnendur ekki leggja nógu mikinn metnað í að sýna hundinn sinn og skilja svo bara alls ekki hvers vegna hinn hundurinn frá þessum sama kennel og síðast vann, en jú ef ég svo skoða þennann hund þá er hann óaðfinnanlega snyrtur og sýnandinn snyrtilega klæddur og hundurinn að sjálfsögðu vel vanur í taum og sýnist því vel.

Nú eru ekki nema tveir og hálfur mánuður til júní sýningar HRFÍ, og ég hvet þá sem ætla að sýna og eru með unga hunda sem ekki hefur gengið of vel með, “byrjið að æfa núna” ekki geyma það þangað til á æfingum hjá HRFÍ, venjið hundinn vel á ólina og fáið hann til að sýna sig eins og hann eigi heiminn :-))

Skoðiði hvort þið eruð ánægð með snyrtinguna og ef þið hafið kannski snyrt sjálf og eruð ekki ánægð fáið þá álit fagmanna, það getur valdið því hundurinn þinn fái lélegri dóma að mæta með hann rangt eða illa snyrtann fram fyrir dómara. Skoðið fataskápinn og geymið lopapeysuna og gallabuxurnar ásamt strigaskónum upp í skáp :-)))
Finnið ykkur viðeigandi fatnað fyrir hundinn ykkar, til dæmis: ekki sýna svartann hund í svörtum buxum, þar sem það gerir dómara erfitt fyrir að dæma hundinn þegar þú hleypur með hann, hann rennur bara saman við buxurnar :-))Reglan er ljós hundur dökkar buxur og öfugt.
Með kveðju,
keno