nei, það þarf alls ekkert að vera að gelding leysi þetta vandamál, ég fékk mér 3 ára hund fyrir 3 árum, og hann geðri þetta líka, og það versta var að þegar ég fann hann aftur (eftir strok) þá vildi hann ekki koma til mín, hélt sig í 2 metra fjarlægð og dansaði í kringum mig… það þurfti yfirleitt einhvern ókunnugan til að ná honum.
Ég talaði við hundaþjálfara (nokkra) út af þessu og það er bara eitt sem hægt er að gera, þjálfun, þjálfun og meiri þjálfun,, mér var ráðlagt að fara með hundinn á stað þar sem engin byggð væri og engir aðrir hundar eða fólk, vera með langt band, (10-20 metra) og kalla í hann og láta hann koma til mín, gefa honum þá verðlaun, svo að láta hann fara lengra og lengra í burtu, en alltaf að láta hann vita að það er ég sem ræð, ef hann gegnir ekki þegar ég kalla í hann þá að kippa fast í bandið og halda því áfram þar til hann kemur, sama á við þegar honum er hleypt út, hann á ekki að æða út úr húsinu nema þú leyfir honum það, gerðu það ítrekað að skipa honum að sitja þó útidyrnar séu opnar, og gefa honum svo verðlaun þegar hann (þú leyfir honum) að fara út, þetta snýst allt um að stjórna hundinum,,, þetta er búið að taka 3 ár hjá mér að fá þetta úr hundinum mínum, en samt er ég með hann í bandi þegar ég fer með hann út..