Vissuð þið þetta um Ameríska Cocker Spaníel hundinn
Lady í Lady and the Tramp var cocker spaníel enda voru þeir á þeim tíma vinsælastu hundar í Ameríku. ( Tramp var blendingur með terrierblóð í sér.)
Am. cockerinn hélt vinsældum sínum þar til 1991 þegar Labradorinn fór fram úr, en athugið að það voru yfir 100.000 einstaklingar af am. cocker á skrá hjá AKC. árið 1991.
Ástæðu vinsælda þessa litla hunds er auðvelt að sjá: Blíður, trygglyndur, glaðlyndur, skemmtilegur félagi sem er auðvelt að þjálfa, en vinsældir hans urðu líka ástæða þess að hann varð fórnarlamb fégráðugra puppymill framleiðanda sem eyðilögðu hið góða nafn Ameríska cockersins með fjöldaframleiðslu á geðstirðum gölluðum hundum.
Í dag hefur hinsvegar tekist að endurvekja hið góða eðli með samstilltu átaki margra manna (og kvenna) sem voru staðráðin í að laga það sem miður fór. Við hér á Íslandi erum svo heppin að þeir sem hafa ræktað cockerinn hér virðast hafa sloppið alveg við skapgerðargallana þannig að stofninn hér er sterkur skapgóður og nýtur sívaxandi vinsælda. Í heild virðist það vera regla að þeir sem eignast Cocker verða svo hrifnir að oftar en ekki bæta þeir öðrum við áður en langt um líður, enda leitun að hundum sem eins auðveldir eru í umgengni allri (ath. eina sem þarf umfram marga aðra hunda er þó nokkur feldhirða sem þegar á reynir er kostur en ekki galli því samskipti manns og hunds aukast við það verk.)
kveðja
polo