Ég á svartann feitann hund, sem er 9 ára gamall, og er bara alveg hreint æðislegur, get varla lýst því í orðum…. :)
Hann er rosalega stór, bústinn, en hress eins og hvolpur. Til að sanna það er tildæmis smá saga síðan í sumar, þegar ég fór með hann niður í fjöru og sleppti honum, honum finnst svooo gaman að elta steina sem maður hendir fyrir hann, hann leitar að þeim og tekur hann svo ef hann finnur steininn, og labbar með hann einhvert og veltir sér á honum, alveg ótrúlega fyndið að horfa á það :) En allavega, ég var að grínast með þetta og henti einum litlum útí sjóinn, ekkert langt eða neitt þannig sko, bara .. svona kanski 4 metra eða eitthvað, og hann hljóp á eftir honum og stakk svo hausnum á kaf !! ekkert smá fyndið að horfa á þetta, og svo þóttist hann hafa verið rosaklár og hafa fundið steininn, ég þrætti sko ekkert fyrir það, ég meina hundurinn lagði á sig að stinga hausnum á bólakaf og leita að aumum litlum stein, og sjórinn flokkaðist ekki undir heitann akkúrat þarna… heh…
en allavega, síðan þegar þessi leikur hélt áfram í einhvern tíma þá tók ég prik og henti útí (ég kanski gleymdi að minnast á það að hann ELSKAR vatn og sjó og allt) og hann fór á eftir, en synti framhjá, og hélt áfram þar til hann synti alla leið útá gróttu.. og það er ekkert spaug, ég skil ekki hvernig hann hafði orku í það, en hann gerði það… :)
ein saga í viðbót, um þegar ég fór með honum í sumarbústaðaðarferð með mömmu og pabba einusinni. Allavega við fórum í sumarbústað, við eitthvað vatn, veiðivatn eða eitthvað, og ég var búin að eiga hann í kanski 3 ár þá eða eitthvað um það bil það lengi, og ég var alltaf að hafa áhyggjur af því hvort hann myndi fara í vatnið ef ég myndi sleppa honum, því að ég vissi að hann elskar vatn. Svo.. ég prófaði einusinni .. og sá eftir því, þá hafði pabbi farið á árabát útá vatnið til að renna fyrir einhverjum smátitt, og unaði sér vel þar úti með nesti og rauðvín í þvílíku tjilli, og já… ég gerði umþaðbil mestu mistök æfi minnar.. sleppti hundinum og veifaði pabba skömmu síðar, hann veifaði til baka og hundurinn var EKKI lengi að sjá hann.. svo….. alltíeinu heyrist í hausnum á mér william tell lagið og sé hundinn minn spretta eins og vitlausann að vatninu og lætur sig svoleiðis flakka oní , alveg sama hvað ég vildi tjá mig um málið… og hann tók svo að synda.. og synti alla leið til pabba… ómægod… það var ekki stutt, og svo reyndi hann að komast um borð í bátinn litla… heh.. gekk ekki vel og ég held bara ef ég man rétt að það hafi enginn veitt neitt þarna í kring allann þann daginn :/
My mistake…. Heh….


Hope