Skortur á sýningum á Íslandi ??
Eftir að við fluttum hingað til Danmerkur og vorum búin að koma okkur fyrir, fór ég aftur að huga að sýningum á hundunum mínum :-)) Þar sem ég var jú vön að taka þátt í um það bil 3 sýningum á ári heima, he he he he rak mig eiginlega í rogastans þegar ég fór að kanna hvað mörgum sýningum ég gæti tekið þátt í hérna í Danmörku :-))
Jú það eru nefnilega ansi margar hehehe, í febrúar var sú fyrsta, International sýning á vegum Danska Kennel Klúbbsins, þangað mætti ég með eina hvolpinn minn með SKOTT, My Ida Ho Miss Scandinavia og ekki var þessi byrjun slæm þar sem hún varð besti hvolpur tegundar á sinni og jafnframt minni fyrstu sýningu hér.
Næsta sýning var síðan í mars, en það var klúbbsýning hjá Spaniel klúbbnum, ekki gekk ver þar. Þarna mætti ég með 3 hvolpa, auðvitað kom Sassy (My Ida Ho Miss Scandinavia) með, enn í hvolpaflokki og við höfðu bæst 2 systkin frá Svíþjóð, svartur/tan karlhundur Rocky og svört tík Revenge, þau kepptu í svokölluðum ungviða flokk (baby class) sem er fyrir hvolpa 4-6 mánaða.
Sassy varð besti hvolpur tegundar og síðan besti hvolpur sýningar, Rocy varð besti karlhundur í ungviða flokk og Revenge besta tík, Rocy vann síðan systur sína og varð 3 besti hvolpur sýningar í ungviða flokk.
Eftir þessar 2 sýningar erum við búin með 2/3 af fjöldanum sem við höfðum heima :-)) en erum þó bara rétt að byrja sýningarárið, það sem eftir er ársins höfum við möguleika á að mæta á 11 sýningar bara hér í Danmörku, það gerir allt í allt 13 sýningar á árinu. Þar fyrir utan getum við síðan mætt á óteljandi sýningar í löndunum hér í kring. Maður spyr sig gjarnan núna hvernig gat maður verið ánægður með 3 sýningar á ári heima :-)) Á þessu eina ári hefur ræktandi möguleika á að gera hundinn sinn að DKK meistara og klúbb meistara, hafi hann aldur til. Já þetta er eitthvað annað en 3 sýningar á ári heima á Íslandi :-)) Í næsta mánuði verðum við á 4 sýningum, 3 hér í Danmörku og síðan Heimssýningunni sem haldin er í Dortmund í Þýskalandi, vissulega erum við spennt yfir þessum sýningum hér í Danmörku en þó heldur spenntari yfir Heimssýningunni eins og gefur að skilja.
Það hlýtur að vera kominn tími á að HRFÍ fjölgi sýningum heima þó ekki væri nema um svona eins og 2 á ári, þessar 3 sem fyrir eru er ALLT of lítið.
Með kveðju frá Danmörku,
Keno