Hugleiðing um hundarækt
Tilgangur með hundarækt er víðast hvar í heiminum sá að stuðla að hreinræktun og kynbótum viðurkenndra hundakynja.
Þetta sjónarmið er í flestum tilfellum það sem ræktendur hafa og er oft byggt á persónulegri reynslu af ákveðinni hundategund sem veldur svo miklum hughrifum að viðkomandi fær áhuga á útbreiðslu þeirrar tegundar.
Verri hluti ræktunar er þegar einstaklingar missa sjónar á upphaflegum tilgangi en byrja að einblína á hugsanlegan gróða af sölu hvolpa sem leiðir oft til þess að tíkur eru paraðar of oft, of snemma eða ekki með þeim hundum sem hugsanlega væri best fyrir framgang tegundarinnar.
Svona er þetta alls staðar í heiminum og hefur verið frá upphafsdögum skipulegrar ræktunar.
En það sem við venjulegir hundaeigendur getum gert er að reyna að sjá í gegnum óvandað fólk þegar við kaupum hvolpa og versla aðeins þar sem við getum fengið að sjá hvar ræktunarhundar eru geymdir, fengið að sjá foreldra væntanlegs hvolps og fengið að kynnast skapgerð þeirra. Einnig skal væntanlegur krefjast þess að ræktandi afhendi ættbók frá HRFÍ við afhendingu hvolps eða staðfestingu á að búið sé að skrá gotið hjá HRFÍ.(eitthvað um að HRFÍ hafi verið seint með afgr. til rækt. en það stendur víst til bóta. Hægt er að fá staðfest hjá skrifst. HRFÍ. hvort bók sé á leiðinni.
Það er nánast hægt að setja samansem merki við ræktun sem framleiðir mikið af hvolpum af mörgum tegundum (puppy mill) og ræktun sem er hugsuð sem gróðafyrirtæki frekar en ræktun með háleit markmið.
Að sjálfsögðu á samt að borga fyrir góða ræktun, vegna þess að þó að tilgangurinn sé háleitur kostar samt tíma og peninga að ala upp góða hunda.
Ef ætlunin er að fá sér hreinræktaðann hund kostar hann oft mikla peninga, þannig að best er að fara varlega í að treysta ókunnugu fólki heldur leita sér upplýsinga hjá sérfróðum þannig að sem minnstar líkur séu á að maður kaupi köttinn í sekknum.
Eins er mjög sniðugt að mæta á sýningar HRFÍ þegar maður er í hvolpahugleiðingum, því þar mæta allir bestu ræktendurnir með sína hunda og gefst gott tækifæri á að bera saman hunda og hundategundir frá mism. aðilum.

Vona að þetta lítilræði hjálpi einhverjum.
polo