Ég veit nú ekki hvað ykkur finnst en fæ ég kannski tækifæri á að fá að vita það núna.
Mér finnst vanta alveg rosalega mikið hér á landi eitthvað meira fyrir hundanna eða bara dýr.
Eins og þegar maður fer í Bónus eða Hagkaup er ekki til neitt mikið fyrir þau. En Hagkaup er með aðeins meira.
En þegar ég var í Ameríku voru bara heilu stóru rekkarnir af dýradóti,alls konar mat,ólum,nammi,beinum,hunda búrum og bara you name it. Og gat ég verið þar allan daginn og kostaði ekki neitt meðað við verðið hér.
í sumum búðum hér fær maður ekki einu sinni hundakex eða bein.
Maður nennir nú ekki alltaf í þessar dýrabúðir því þær loka snemma og eru ekki opnar alla dagana. Til dæmis er enginn dýrabúð í Grafarvoginum þar sem ég bý.
Ég vildi bara aðeins fá að tjá mig um þetta og vita hvað ykkur finnst???