Ég var að lesa áðan grein um boxer hundinn sem lenti í þessari hræðilegu líkamsárás. Vona að vesalings hundurinn eigi eftir að ná fullum bata aftur. En það sem vakti furðu mína í greininni er að hundurinn var skilinn einn eftir án eftirlits. Það er eitthvað sem á ekki að gera. Í þessu tilfelli var ráðist á hundinn af einhverjum fávita. En margt annað hefði getað skeð. Eins og hefði hundurinn getað lent í hundaslag, eða óvart bitið einhvern eða þá að einhver hefði losað hann og hann hlaupist á brott. Þarf að hafa auga með hundum og passa þá vel.
Annað sem ég var að velta fyrir mér er afhverju fólk er að fá sér gæludýr þegar það getur ekki séð um það. Hundar sem eru miklar félagsverur eru skildir eftir einir heima frá 8 um morguninn til 17 á kvöldin á meðan fólkið er í vinnunni, þeir þola ekki einveru. Afhverju fer fólk illa með hundana sína og ákveða að svæfa þá eða gefa þá þegar það fær leið á þeim?! Ég þoli ekki svoleiðis fólk, þekki þó alveg helling af fólki sem gerir svona hluti. Þetta er svona fólk sem getur ekki axlað ábyrgð á dýrum. Kaupir kannski hreinræktaðan hund fyrir meira en 100.000 kr, fær svo leið á þeim af því að hundurinn kannski vælir og vill leika.
Mér finnst þetta mjög svo sorglegt þegar fólk heldur að hundar séu bara einhver dýr sem hafa engar tilfinningar og koma svo fram við þau eins og þau séu ekki til þegar það fær leið á þeim. Það er vinna að vera með hunda og það er bara ein ábyrgð í viðbót sem verður að axla og sjá um!
Vildi bara segja mitt álit á þessum hlutum. Sjálf á ég 3 hunda og hef ég átt 5 hunda í gegnum tíðina. Í þrjú skipti höfum við sýnt manngæsku og tekið þrjá hunda inn til okkar fjölskyldu. Í tveimur tilfellum af þessum þrem tókum við tvo hunda því að fyrri eigendur þeirra gátu ekki séð sig færa um að sjá um þá, misstu einfaldlega þolinmæðina á venjulegri hegðun þeirra. Þriðji hundurinn var svo illa vanhirtur. Þetta var púðluhundur sem var orðin afskaplega vannærður. Hann hafði flakkað á milli 6 eigenda (allir dópistar) sem hvorki fóru með hann í hundaklippingu eða klipptu neglurnar á honum. Hann hafði orðið fyrir barsmíðum og var mannfælinn. En hann átti heima áður fyrr hjá fólki sem lamdi hann, þá sér í lagi af karlmönnum. Við fórum strax með hundinn í klippingu og gáfum honum vel að borða. Húðin á honum var blá vegna súrefnisleysis:( En hann batnaði til muna eftir að hann flutti til okkar:) Var miklu kátari og alveg afskaplega blíður við okkur. En hann dó í fyrra rétt fyrir jól þegar hann fór í tannhreinsun, hann var orðinn svo veikur að hann þoldi ekki svæfinguna :( Ég sakna hans ekkert smá!
Langaði bara til að minna alla á að vera góðir við gæludýrin sín því að þá á maður svo miklu betri minningar um þau seinna meir (\",)
I´m crazy in the coconut!!! (",)