Fyrir utan húsið lá 7 mánaða gamall boxer hundur hennar , Gellir, í sárum eftir að hafa lent í miklum hremmingum.
,,Ég kom þarna að hundinum stórslösuðum en hann hefði þá legið þarna í nokkra stund og hlotið stórt sár á hviðinn.
Upphaflega hélt ég að þetta væru áverkar eftir annan hund en að lokini heimsókn til Dýralæknis fékk ég að vita að svo gæti ekki verið ,“segir Sigrún.
Líðan hundsins er mjög slæm og en er of snemmt að fullyrða um það hvort hann lifir raunirnar af eður ei .
,,Dýralæknir sagði að greinilegt væri að hundurinn hefði hlotið mikið högg á kviðin með þeim afleiðingum að það blæddi inn á lunga auk þess að hjartað gékk til .
Í fyrstu var ekki ljóst hvort höggið væri af manna völdum eða eftir bifreið þótt hitt síðra teldist nú líklegra ,”segir Sigrún.
,,Núna hefur hinsvegar komið í ljós að hundurinn fór aldrei út af lóðini þar sem hann var bundin .
Það er því allar líkur á því að einhver hafi komið inn á lóðina og sparkað svona hressilega í kviðin á greyinu með áðurgreindum afleiðingum ,“Segir Sigrún sem óskar þess jafnframt að þeir sem hugsanlega gæti varpað einhverju ljósi á hvað gerðist þennan umrædda dag gefi sig fram .
,,Ég bara skil ekki hvernig fólk getur framhvæmt slíkan verknað. Hundurinn er sem stendur á sýklalyfjum og er mjög kvalinn.
Hann kastar upp allan liðlangan daginnn auk þess sem mikill hætta er á því að hann fái lungnabólgu í kjölfar veikindana.
Það ræðst því ekki fyrr en á næstu dögum hvort hann lifir þetta af eður ei,”segir Sigrún
Þegar DV innti Þorvaldi H Þórðarson dýralækni eftir því hvort algengt væri að níðingsverk sem þessi væru unnin á hundum sagði hann það heyra til algerra undartekningatilvika. ,,Sem betur fer virða langflestir rétt dýrana, ef svo má segja. Það er því afar sjaldan sem svona mál koma upp."
FRÉTT tekin úr DV 28.mars 2003
“The more people I meet the more I like my cat.”