jæja, ég hef ekki oft skrifað grein inn á huga, svo þið verðið að afsaka stafsetningar og innsláttarvillur.
Geðveikir hundar, er það til???? Fyrir svona þremur árum þá fannst mér það bara fyndið og hélt að það værir nú bara eitthvað bull. Þangað til að fyrir 1 og hálfu ári fórum ég og fjölskyldan mín til útlanda og vorum í 5 vikur, á meðan var hundurinn okkar Kolur í pössun upp í sveit. Svo þegar við komum heim, fórum við öll spennt að sækja hann. Dagana eftir að við komum heim var allt í lagi og allt gékk vel. Svo fór það að hann Kolur fór að strjúka, þótt að við fórum endalaust mikið með hann út, hann fór allt að í 2 daga ferðir. Við vorum með endalausat áhyggjur að eitthvað hefði komið fyrir og vorum stanslaust að leita af honum. Svo kom hann heim, en hafði fundist einhversstaðar lengst í burtu hjá tíkum, þetta gékk á í svona hálft ár. Mamma og pabbi áhváðu þá að gelda hann, svo hann fór í gegnum það að vera geldur og var það væntanlega mjög sársauka fullt fyrir hann. Tveimur vikum eftir að hann var geldur fór hann alltaf að ráðast á hurðina heima hjá mér og ef það heyrðist einhver hvellur þá réðst hann á allar gardínurnar og krafsaði í gluggana. Það endaði í því að hann var búin að eyðileggja bókstaflega allar gardínur, glugga og púða í húsinu og var tjónið komið hátt upp í 700 þús. (með öllu nýu sem þurfti að kaupa nýtt) Mömmu og pabba var nú ekkert farið að lítast á blikuna, enda höfðu þau samband við hundasálfræðing. Ég hló fyrst þegar ég heyrði þetta. Þau ætluðu að fara með hudinn til sálfræðings. Jæja, en ég fór svo með mömmu í tíma hjá sála, og leið okkur mömmu mjög illa í byrjun. Sálfræðingurinn byrjaði að skoða Kol og tala við hann, byrjaði að urra og bað svo um tíma með honum einum.
Eftir fimm tíma með hundasálfræðingnum var hundurinn greyndur með geðveiki, en hann fékk stundum köst sem hann var einhver allt annar. Stundum endaði það svo illa að hann skeit á gólfið. Það var svo ráðlagt við okkur að þegar hann væri einn heima þyrfti hann að vera í búri. Svo nún er hann alltaf í búri á daginn, þegar það er enginn heima, hann er alldrei lengur en fimm tíma í senn einn heima.
Í dag fær hann ekki eins oft köst en þegar hann fær þau eru það oftast nær hræðsluköstum, og er satt að segjast lagast með sálfræðitímum tvisvar sinnum í mánuði.
KV. asids