Sæl öllsömul
Þetta er ekki beint glaðleg grein. Hún Birta mín sem er 11 ára gul labrador tík greindist með krabbamein í spenunum nú fyrr í dag. Dýralæknirinn sagði okkur fjölskyldunni þetta í dag og eru allir eyðilagðir. En við stöndum nú frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun um að láta annað hvort skera þetta í burtu(en það myndi aldrei nást allt) eða láta þetta bara hafa sinn náttúrulega gang. Ef við veljum aðgerðina þá á hún aðeins lengri tíma með okkur heldur en ef við myndum ekki velja aðgerðina,eða aðeins fram á sumar. Læknirinn sagði við okkur að við skildum spyrja okkur,ef við myndum velja aðgerðina,hvort við séum að gera þetta fyrir okkur eða hana. Krabbameinið er í spenunum og er mjög fljótt að stækka,síðan færist þetta út í lungun og þá mun hún eiga erfitt með andadrátt og fær hósta,og þá myndi þurfa að láta hana fara. Mér finnst báðir kostirnir ekki vera kostir,mér þykir þetta ósanngjarnt og ótrúlega sárt,en við verðum víst að taka ákvörðun og ég var að spá hvort þið gætuð eitthvað hjálpað? Hvað mynduð þið gera?
Takk fyrir,
Raggagrl