Rottweiler
Það virðist endalaust vera í loftinu einhverjar sögur um það að það eigi að banna Rottweilerinn ásamt Doberman hundunum á Íslandi. Flestir eru víst hræddir um að handrukkarar og eiturlyfjasalar (oftast sama fólkið) fari að tileinka sér þessa hunda og gera þá grimma. Þeir gætu allt eins sparað sér peninginn fyrir hundinum og fengið einhverskonar blending og gert hann grimmann eins og þessar 2 tegundir. Það virðist vera algengur miskilningur meðal margra landsmanna að þessi 2 hundakyn séu þau verstu sem til eru. Það er algengur misskilningur út um allann heim eiginlega. Satt er það að auðvelt er að gera þessa hunda mjög grimma, meira að segja það grimma að eigendur geta varla komið nálægt þeim og myndi ég vilja sjá eikkurn eiturlyfjasalann höndla slíkan hund, eins taugaveiklaðir og þeir eru. Þetta eru bara vandmeðfærilegir hundar sem eru ekki fyrir hverja sem er. Ég sjálfur hafði smá efasemdir um að ég gæti alið upp Rottweiler en lét vaða og hefur allt gengið að óskum hingað til. Eigendur svona hunda þurfa að vera meðvitaðir um hvað þeir eru með í höndunum. Það eru heitar umræður um þetta á www.iso.is/rottweiler og eru nokkur góð comment þarna ásamt nokkrum slæmum, en þau comment virðast koma frá fáfróðum eins og venjulega :)Fólk þarf endilega kynna sér hundakynin áður en það fer að láta einhvað slæmt út úr sér fara! Burtu með fordóma.