Svolítið um Gógó mína;)
Ég á litla svarta tibetan terrier sem heitir Gógó, hún fæddist 20 maí 1995 og er því að verða 8 ára. Hún er rosa sérstök, lætur ekki eins og allir hundar, vill aðeins borða mannamat eða kattamat, ekki hundamat. Hún vill ekki vera mikið úti nema hún sé í sólbaði, hún nennir ekki að fara í gönguferðir nema það sé rétt útí búð, ef það er lengra nennir hún því ekki. Hún liggur í körfunni sinni allan daginn þegar ég er í skólanum og vill ekkert koma fram til annars heimilisfólks nema ég sé komin heim. Jafnvel þegar ég fer í ferðalög og Gógó kemst ekki með þá neitar hún að koma fram úr herberginu mínu, það þarf að koma að sækja hana til að láta hana fara að pissa og borða annars á maður von á þeirri hættu að hún svelti sig. Hún leggst í hálfgert þunglyndi og verður ekki glöð fyrr en ég kem heim. Við fluttum út fyrir nærri því ári síðan og þurfti hún að fara í flugi með út og var ákveðið að gefa henni ekki róandi vegna þess hve lítil hún er, það tók soldið á hana og var hálf lystarlaus í 3 vikur eftir komuna til Danmerkur, það þurfti að plata hana til að borða og drekka en í dag er hún voða ánægð að vera hérna í danmörku í hitanum vegna þess hve gigtveik hún er og notar hún hvert tækifæri sem hún fær til að liggja í sólinni. Gógó er sólargeislinn í mínu lífi og vona ég að hún nái soldið háum aldri. Gaman væri að heyra frá ykkur hugurum um hundana ykkar og hvort þeir hafi svona sérstaka persónuleika eins og hún Gógó mín.