Ég átti einu sinni Fox Terríer, og hann var yndislegur hundur, en átti svoldið bágt, vegna þess að það varð að gæta hans svo vel, hann átti það nefnilega til að vera grimmur, og þá sérstaklega við börn og ókunnuga, en að öðru leyti alveg draumahundur, við söknum hans mikið, vegna þess að það eru alltaf ´bíómyndir þar sem Fox terriar eru að leika, og hann var alveg eins og sumir þeirra, þessi týpa var notuð mikið í sirkus hér áður fyrr, hann veiktist alvarlega þegar hann var 9 ára og þurftum við að vaka yfir honum, en einn daginn datt hann niður og fórum við með hann uppá dýraspítala þar sem ekki var hægt að bjarga lífi hans, blessuð sé minning hans. Kveðja.