það er mjög óréttlátt að bara þeir sem hafa efni á að búa í einbýlishúsi geti átt hund. þetta eru fordómar að meta hæfileika fólks tik dýrahalds eftir efnahag. Mörg fjölbýlishús hafa sér inngang,svo ofnæmisafsökunin dugar ekki þar,svo eru líka til góð lyf gegn ofnæmi, þeir sem hafa ofnæmi fyrir gróðri krefjast þess ekki að malbikað verði yfir allt gras og annan gróður,þeir taka bara lyfin sín. Þá er það fælnin eða hræðslan. Það er ekki eðlilegt eða æskilegt að láta hræðslu stjórna lífi sínu. Þeir sem eru haldnir kóngulóafælni t.d. heimta varla að kóngulær verði bannaðar. Fólk getur fengið sálfræði aðstoð, til að losna við fælnina, það er betri lausn. það er að segja, losna við sjúkdóminn frekar en að krefjast þess að umhverfið lagi sig að sjúkdómnum og verði meðvirkt.það hlýtur að vera betra fyrir alla. Þá er það hávaðinn….. gelt er svosem ekkert verra en fylleríisöskur á næturnar (sumir hafa þurft að búa nálægt svoleiðis nágrönnum)og það er ekki hægt að láta “svæfa” tryllta nágranna sem eru oft með hávaða og læti ef þeir eru tvífættir, en þeir geta þó oft orðið illskeyttari en þeir ferfættu….