Á fimmtudaginn var varð Runólfur veikur, hann fékk eitthvað voða skrítið kast um morguninn, byrjaði allur að titra og mása og náði ekki andanum og varð alveg skíthræddur greyið. Þar sem hann hafði fengið svona áður einhvern tímann og okkur hafði verið sagt af Helgu dýralækni að þetta væri astmakast gerðum við ekkert í því og svo var bara allt í lagi með hann eftir þetta. En um 5leytið gerðist þetta aftur og hann kom og klessti sér alveg upp að manni eins og hann væri að biðja um hjálp, þá titraði hann allur eftir þetta líka og var þróttlaus. Hann pissaði meira að segja í fangið á bróður mínum. Mamma og bróðir minn ruku með hann til Helgu sem var ekki við en einhver maður hringdi í hana og lýsti þessu fyrir henni og hún sagði það sama og áður: Astmakast. Mamma trúði henni auðvitað og fór bara heim með hann aftur. Allt kvöldið var hann voða lítill í sér eitthvað og vildi ekki leika eða neitt, bara kúra sig þétt að manni. Hann lagði ekki í að hoppa uppí sófann sem hafði aldrei verið vandamál hjá honum áður. Svo á föstudagsmorguninn gerðist þetta aftur og þetta varð verra og verra í hvert skipti og ég sver, ég hélt að hann væri að deyja. Þá ákváðum við að fara með hann up í Víðidal. Hálsinn á honum var svo bólginn að hann gat varla andað, hann skalf allur og treysti sér ekki í að labba yfir þröskuldinn á útidyrahurðinni. Þegar ég ætlaði að taka hann upp til að bera hann út í bíl öskraði hann beinlínis á mig, þetta var það hræðilegasta hljóð sem ég hef á ævi minni heyrt, þvílíkt kvalahljóð. Við komum honum út í bíl og brunuðum upp í Víðidal. Þar skoðaði einhver læknir hann og sagði að hann væri með vöðvakrampa og af því að hann væri svo stífur í vöðvunum útaf fyrri krömpunum yrðu þeir alltaf verri og verri. Hún sprautaði hann með bólgueyðandi og vöðvaslakandi og bað okkur að koma aftur ef þetta lagaðist ekki. Hann varð uppdópaður af lyfjunum og kjagaði um eins og fyllibytta, ekkert smá krúttlegt. Nú er Runólfur orðinn fullfrískur og hann stökk meira að segja upp í afturgluggan á bílnum á leiðinni heim, ekkert smá hress. :) Hann er allt annar hundur eftir þetta, hann er miklu hressari og lífsglaðari, maður sér það alveg á honum. Ekkert smá skrítið, ég held að þessi dýr séu miklu gáfaðri en við höldum. En dýralæknirinn gat ekki gefið okkur neina skýringu á vöðvakrömpunum. Hafiði lent í þessu?
-Það er snákur í stígvélinu mínu