Góðan daginn kæra hundaáhugafólk
Ég hef haft gaman af því að lesa margt af því sem komið hefur fram hérna á þessu spjalli, og þakka fyrir það hér með. Ein af greinum sem ég las um daginn var umræða á banni á Dobermann og Rottweiler, og sýndist nú mér sem svo að flestir væru á því máli að það væri ekki við hundana að sakast heldur frekar eigendur og e.t.v. slæms eftirlits, og bentu margir á hversu góðir hundar þessar tegundir séu yfirleitt sé rétt staðið að uppeldi, rétt einsog á öllum hundum. En það var nú ekki ætlun mín að skrifa um þessar tegundir heldur aðra sem er á bannlista nú þegar.
Þannig er það að ég bý í Bretlandi og hef lagt ástfóstur á hundategund er nefnist Staffordshire Bull Terrier (Staffie), og verð ég að segja það að ég var nú ekki glaður þegar ég komst af því að þeir séu bannaðir. Eftir að hafa kynnt mér tegundina af heimasíðum og rætt við fólk sem á þessa tegund þá skil ég því síður í þessu banni. Allir sem þekkja til tegundarinnar tala um hana sem barngóða og sprellfjöruga tegund. Þeir hafa reyndar verið stimplaðir í hinum ýmsu löndum sem “geðsjúkir” eða þaðan af verra, en yfirleitt halda þeir sömu aðilar því sama fram um dobermann og rottweiler, og í einhverjum tilfellum um Schefferinn.
Ef það er einhver hérna sem getur sagt mér frá því hvers vegna þeir eru bannaðir þá verð ég hugsanlega glaðari maður. Eða jafnvel hvort það sé einhver möguleiki að fá yfirvöld til að endurskoða bannið.
og svo ef einhver vill fræðast um tegundina þá eru hérna nokkrar slóðir
um kynið
http://www.staffords.co.uk/breedcouncil/breedlit/ history.html
Baráttu síða til að hindra bönn á kyninu
http://www.staffords.co.uk/kcliaison/
og svo ýmislegt
http://www.k9web.com/dog-faqs/breeds/staffords .html
http://www.internationalstafford.com/
http://www. staffords.co.uk/index.htm
http://www.sbtrescue.org.uk/s tart.html