Komið sæl ég á hund sem heitir Fróði hann er hreinræktaður Labrador þó ekki ættbóka færður aðeins meira en eins árs gamall.
Hann er yndislegur og líflegur hundur sem er búinn að fara á eitt byrjunar námskeið fyrir hunda, hann er svartur og eins blíður og skemtilegur og nokkur hundur sem ég hef kynnst.
Ég verð að láta hann frá mér vegna mikillar vinnu, óvissu í húsnæðismálum og fleiri hluta sem gera það að verkum að ég get ekki sinnt honum eins og ég vildi geta gert.
Honum fynnst svo gaman að leika og að fá að fara út og hlaupa,síðan heima þá bara liggur hann við lappirnar á manni og hefur það gott, með réttri þjálfun gæti hann orðið frábær leitarhundur eða veiðihundur, það væri frábært ef einhver útivistamanneskja eða bara góð fjölskilda vildi taka hann að sér hann myndi gera lífið mun skemtilegra hjá hverjum sem er.
Ég dýrka þennan hund og fynnst vægasr sagt ömurlegt að þurfa að láta hann frá mér og mun ekki gera það nema að finna handa honum gott heimili.
Endilega sendið mér skilaboð ef eitthvað sem þið viljið fá að vita meira.