Ég hef ekki sent inn margar greinar á þetta áhugamál, en þó einhverjar, þær hafa allar lent í korkum sem enginn les og ég bið því um að setja þetta á svona “forsíðu hugi.is/hundar”.
En málið er þannig að ég á beagle tík frá Dalsmynni og hún er nú 1 árs og 3 mánaða gömul. Hún var ágætis hvolpur ( en ég fékk hana samt 6 mánaða frá fólki af Akranesi ) en núna er hún búin að umbreytast í skrímsli ;) Hún tekur allt af gólfinu og tætir það í sundur, ef ekkert er á gólfinu þá fer hún í töskur og finnur sér leið til að komast í þær, tekur svo hluti úr þeim og tætir þá.
Svo er það annað og mun brenglaðra!
Í dag um hádegi hleypti ég henni út í garð að gera stykkin sín og hún gerði þau, 2 talsins.. svo hleypi ég henni aftur út um 18:00 leytið og þá byrjar hún á því vanalega að hlaupa útum garðinn og leika sér, ég sit í tölvunni og horfi á hana út um gluggann, svo sekk ég í ágætis Family Guy þátt og er ekkert mikið að skipta mér af tíkinni. Svo kíki ég út eftir svona 15 mínótur, þá sé ég að skíturinn sem hún skeit um hádegi var HORFINN ( þetta sá ég því að hann var áberandi liggjandi á snjónum ), svo lít ég á hundinn og sé hana japla á einhverju og hugsa að það geti ekki verið…
Svo fer ég út til hennar og kíki á hana þá sé ég hana vella úr sér skít og ná svo aftur í hann og bókstaflega ÉTA hann, mér varð svo brugðið að það hálfa hefði gengið að gamalli konu dauðri. Svo kúaðist ég og fleira en það skiptir ekki máli, heldur það sem skiptir máli er að tíkin mín át sinn eigin skít!
Mig vantar aðstoð, viljiði please segja mér hvað hún var að gera og hvað ég á að gera!
Og svo er það annað, að þetta er ekki DJÓK! Þetta er án spaugs sannleikurinn… :(