Sæl öllsömul.
Málið er þannig að núna fyrir tveimur eða þremur dögum hefur hundurinn minn ákveðið að flytja rúmstæði sitt lítillega. Það var alltaf upp við vegginn (hún sefur á mjúku, þykku flísteppi) en allt í einu ákvað hún að færa sig og fór þá BEINT fyrir framan hurðina sem gengur inn í svefnherbergið. Svo ég ákveð að færa teppið aftur á sinn stað því það er ekki mögulegt að komast inn í herbergið án þess að stíga á teppið. Ég beygi mig niður og ætla að renna því aftur á sinn stað en stekkur hún þá ekki af stað (var sko inni í öðru herbergi) og hlammar sér á teppið þannig að það er mér lífsins ómögulegt að færa það.
Jæja, nokkrum tímum síðar er teppið komin á annan stað og nú BEINT fyrir framan rúmið. Um leið og ég nálgast stekkur hún á fætur og er tilbúin til að hlamma sér ef þess gerist þörf. Ég læt þetta ekki á mig fá heldur ákveð að redda þessu næsta dag.
Ég geri mig tilbúna til að fleygja mér upp í rúm um kvöldið og stíg þá lítillega á teppið en hún ætlar alveg að ærast. Byrjar á því að bíta í teppið og passa það fyrir mér og svo fer hún að skjálfa. Hún minnkar sig alla og verður voðalega ræfilsleg eins og ég hafi gert eitthvað hræðilegt við hana. Ég horfi á hana og hún stekkur í fangið á mér og hreiðrar um sig þar, ég veit ekkert hvað ég á að gera, hún titrar öll og skelfur og hjartslátturinn er á fullu.
Ég legg hana frá mér og klöngrast upp í rúm án þess að stíga á hennar dýrmæta teppi.
En núna veit ég ekki hvað ég á að gera. Ég þori ekkert að taka það og færa því þetta virðist vera henni mjög mikilvægt að ég komi EKKI við teppið.
Hefur einhver lent í þessu eða veit hvað þetta er?