Það er enginn að tala á móti sóttkví í sjálfu sér.En það þarf engar 6-8 vikur fyrir blessuð dýrin,og mér finnst það skyljanlegt að herinn reyni að fá undanþágur,því þjálfari hundanna veit alveg örugglega hvað svona langur tími,hefur slæm áhrif á sálarlíf hundanna.Og ekki nóg með það að þurfa að setja hundanna sína í Hrísey,þá er fólk þvingað til að borga himinn ´háar upphæðir fyrir dvölina þar og fær til baka taugahrúgur sem þurfa áframhaldandi meðferð hjá dýralæknum eftir að þeir koma til eiganda sinna.Þeir þarna hjá Landbúnaðarráðuneytinu eru farnir að hleypa inn bakdyra megin,virðist vera og það er ekkert réttlæti í því eins og svo mörgum öðrum málum á Íslandi þar sem að minnihluta hópar eiga í hlut.
Ég hef sjálf flutt inn hunda,mína heimilishunda,því ég bjó erlendis í heilan áratug,og vildi að sjálfsögðu hafa þá með heim á klakann.Ég fór með þá til dýralæknisins okkar úti,til að ganga frá sprautum og pappirsvinnu,og hann fór að spyrja afhverju þeir þyrftu að vera svona lengi í sóttkví,hvað væri verið að rannsaka allann þennan tíma,svo þegar að ég sagði honum hvað þetta kostaði þá,þá sagði hann nú er þetta eitthvert 5 stjörnu lúxushótel með sundlaug fyrir hunda.Þannig að ég held að við séum ansi mikið að láta fara illa með okkur í þessu leiðinda máli.