Komiði sæl ég er bara nýbúinn að finna þessa síðu og hef ég verið að lesa ykkar álit á mörgum hlutum.
En málið er að ég er með Labrador sem er nýlega orðinn eins árs, hann hefur alltaf verið frekar sjálfstæður og hefur nokkrum sinnum bara látið sig hverfa ef maður hefur haft opið út, en málið er að hann gegnir öllu sem maður segir bæði heima og annarstaðar en þegar ég hef farið með hann út undanfarið hefur hann ekki viljað koma þó svo ég sé með pylsur og hann hafi ekkert borðað þann daginn,
hann er í kringum mig en á þó til að skella sér á eftir tíkum eða öðrum hundum eins ef hann sér fólk þá fer hann til þeirra og röltir með þeim en kemur alltaf að mér þegar ég kalla á hann bara ekki of nálægt þetta er voða sniðugt hjá honum og gaman en leiðinlegt fyrir mig þar sem síðast þegar ég fór með hann út tók það mig 4 tíma að ná honum aftur.
En getur einhver sagt mér hvernig ég get kennt honum að hlíða þegar út er komið?
Hjálp