Ég myndi ekki ana í það að gefa róandi, ég hef heyrt að þeir verði ekkert rórri, þeir bara svona….lamist næstum, geti ekki hreyft sig mikið en eru í raun skíthræddir við lætin (geta ekki sýnt það) en það þarf ekkert endilega að vera satt, á eftir að kanna það.
Annars eru sumir sem gefa hundinum sínum smá bjór, allt frá smá neðan í skál upp í 1/4 lítra (eftir stærð hundsins) en betra að spyrja dýralækninn um það fyrst.
Litli hundurinn okkar komst nú í smá bjór ein áramótin (bara nokkra sopa) og það virkaði ekkert smá vel en ætla kannski ekki að gera þetta að vana mínum (fyrr en dýralæknir hefur samþykkt það). Hef annars heyrt aðra tala um að það virki vel en farðu varlega samt.
Annars ætla ég bara að kveikja á tónlist/sjónvarpinu og sitja með voffunum inni í stofu og passa þá (með dregið fyrir alla glugga). og vona það besta.
Ef þú ákveður að gefa honum róandi þá ættir þú að tala við dýralækninn. Spyrja hann hvernig lyfið virkar, hvernig hundurinn á eftir að vera, hvort það séu einhver eftirköst af lyfinu og ef þú ákveður að láta verða af því…hversu mikið hann á að fá og hvenær.
Það er mjög mismunandi eftir hundum, stærð, líkamsgerð og hreysti.
Svo ef hann á hundabúr væri tilvalið að leyfa honum að leita skjóls þar, þá er hann kannski öruggari :)
Ganigi þér allavega vel með hundinn þinn um áramótin!
Kveðja
Rebs + 2 voffar :)