Jæja kæru hugarar, nú vantar mig ráðleggingar.
Þannig er mál með vexti að systir mín á boxer-hund sem er að verða 2ja ára. Hún fékk hann þegar hann var 11 mánaða. Hann er fjörugur eins og gefur að skilja, en mjög blíður og góður hundur. Hún fór með hann á hlýðninámskeið í vor og gekk mjög vel þar. Þau eiga enn eftir að æfa betur innkall og minniháttar hluti en annars hefur allt gengið mjög vel. Nýlega fór hann að taka upp á því að skíta í bílnum, jafnvel þótt hann hafi verið úti í drjúgan tíma áður en hann fór í bílinn. Svo nú í fyrradag át hann heila skál af konfekti sem var á stofuborðinu, eitthvað sem hann gerir ekki vanalega og hvað þá konfekt..
Núna fyrr í kvöld var hann einn í stofunni(systir mín var samt enn heima) og þegar hún kemur aftur inn í stofuna var hann búinn að éta allt nammið á borðinu og míga yfir alla stofuna!…
Við erum ekki alveg að átta okkur á hvers vegna hann hefur tekið upp á þessu en einhver ástæða hlýtur að liggja þar að baki. Það hafa ekki orðið neinar breytingar á heimilinu né neitt sem hann gæti hugsanlega verið að mótmæla.
Hefur einhver ykkar einhverja hugmynd um hvernig best er að taka á þessu máli? Ég á þó nokkrar bækur um hunda en enginn þeirra fjallar um vandamál af nákvæmlega sama tagi.
Bestu þakkir fyrir allar ráðleggingar og tillögur.
Kveðja, Tristen.