Á myndinni eru hundarnir Alex(cavalier), Blús(írskur setter) og Barthes(scaffer)
Í dag á ég tvo hunda, Alex og Blús.
Blús er írskur setter og er frá Eðal-ræktuninni á Leyrum. Blús er kominn með tvö íslensk meistarastig og hefur bara verið sýndur 4sinnum. Hann er að verða 7ára nk.10.febrúar og er fæddur 10.02.96.
Blús er mjög klár í kollinum þegar hann þarf að bjarga sér, en ekki nennir hann samt að læra eitthvað af okkur sem við viljum að hann kunni og hann þrjóskast við eins og hann getur þegar hann á að gera eitthvað! En eins og ég sagði er hann samt mjög klár. Hann kemur alltaf til mín, tekur utanum hendina á mér með munninum og leiðir mig að útidyrahurðinni ef hann þarf að fara út að pissa eða einfaldlega heldur að nú sé kominn tími til að fara í daglega göngutúrinn.
Fyrir svolitlu síðan tók hann upp á því að leika all laglega á mig. Ég ligg í sófanum í sjónvarpsstofunni þegar hann kemur og heimtar athygli með því að standa akkúrat fyrir. Ég verð pínu oirruð og segi honum að fara í bælið sitt. Hann leggst í staðinn beint fyrir framan mig. Ég var ekki kát með það því þar náði hann að vera ennþá fyrir með hausinn. Ég ítrekaði skipun mína um að fara í bælið. Hann stendur upp skömmustulega og stendur þar í smá stund. Svo allt í einu fer hann af stað og þá held ég að hann ætli loks að hlíða mér, eeen……. hann fer, tekur bælið sitt í kjaftinn, kemur til baka, plantar bælinu fyrir framan mig og leggst þar!!!!!!! Hver segir svo að hundar geti ekki hugsað?????
Alex er Black&tan (svartur og brúnn) cavalier king Carles spaniel úr Hlínar-ræktun í grafarvoginum. Hann hefur ekki verið að gera það gott á sýningum vegna þess hve hræðður hann er við dómarann. Hann er 4ára síðan í ágúst og er fæddur 19.08.98.
Hann er ekki með jafn sjálfstæða hugsun og Blús en er hinnsvegar mikið viljugri til þess að læra eitthvað spennandi og nýtt af mér. Þess vegna hefur hann verið í endalausum þjálfunum frá eins árs aldri í agility/hundafimi og sú þrautseigja hefur nú sagt til sín þegar hann vann íslandsmeistaratitil smáhunda og varð einnig stigahæsti smáhundur ársins :))))) (Fluga, eig. zheelah, vann stórahunda og varð einnig stigahæsti stóri hundurinn). Alex hefur einnig lært mörg önnur trick en bara að vera í agility. Hann hefur lært að rúlla, skríða betla, leiða mann, hoppa í gegnum dekk eða hring sem ég bý til með hönudunum og vera dauður!
Nú er svo komið að ég er að reyna fá einn hund í viðbót inná heimilið og gengur það ágætlega hingað til :). Hann er 93%bordercollie og 7%íslenskur. Hann heitir Pexó og er bara yndislegur hundur!!! Hann er hunda fljótastur að læra og er þvílíkt vinnufús! Ef ég kem til með að fá hann þá verður hann í björgunahundasveitinni. Hann er þjálfaður fíkniefnaleitarhundur svo það gæti verið erfitt að láta hann læra nýja leit!
Endilega segið frá ef þið hafið skemmtilegar sögur af hundunum ykkar :)