Leiðinlegu fréttirnar eru þær að ég er með gífurlegt ofnæmi fyrir hundum. Fór til læknis út af öllum þessum einkennum og hann tók nokkrar blóðprufur og athugaði hver ofnæmisstuðullinn minn væri fyrir hinu og þessu. Hann sagði mér svo frá niðurstöðunum og sagði að ef ég ætti að batna í lungunum þá þyrfti ég að vera í umhverfi án hunda. Hann gaf það sem sagt í skyn að við þyrftum að svæfa hundana!!!
Ég fór í svona próf þegar ég var 10 ára og þá fékk ég að vita það að ofnæmi fyrir hundum væri ekki svo hátt, var 1-2 á ofnæmisskalanum en 4 sem er hæst fyrir köttum. Þá áttum við tvo ketti og við þurftum að svæfa þá :( *Sniff*
En svona ofnæmi kemur og fer með aldrinum. Og núna er ofnæmið mitt fyrir hundum á skalanum 4 sem þýðir víst mjög vont að sögn læknisins.
Hvað getur fjölskyldan mín gert?! Ég er búin að segja þeim frá þessu og við öll viljum alls ekki láta svæfa þá. Þeir eru þrír og tveir þeirra eru orðnir gamlir og veikir, sá elsti er 13 ára. Svo að það er ekki langt að þeir fari. Sú yngsta er svona 2 ára og bara lítill hvolpur fyrir mér.
Það sem við höfum ákveðið er að svæfa ekki hundana, heldur gera betri ráðstafanir. Eins og að hundarnir mega ekki koma inn í herbergið mitt og að ég láti þá núna alveg í friði. Svo að fá sér líklegast ekki fleiri hunda nema ég flytji að heiman. Þessir tveir gömlu eiga nú ekki langt eftir þannig að við ætlum að leyfa þeim að deyja eðlilegum dauðdaga. Og þessi yngsta er bara “litla barnið” hennar mömmu fær að vera um kyrrt.
Hafið þið lent í því að þurfa svæfa gæludýrin ykkar vegna ofnæmis hjá einhverjum innan fjölskyldunnar? Það er leiðinlegast í heimi!!
kv. cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)