Heimilishundar í búrum.
Mig langar til að skrifa nokkrar línur um þessa reynslu mína. Núna er ég búinn að eiga hunda í fjöldamörg ár og aldrei átt svona búr, hélt hreinlega að þau væru ómannúðleg lausn. Síðastliðin 2 ár hef ég verið með 2 hunda og keypti mér þá um leið búr fyrir þá, bæði til að hafa í bíl og heima, Hundarnir sofa reyndar ekki lengur í þeim nema um sérstakt agavandamál sé um að ræða en notaði þau iðulega er þeir voru yngri, en alltaf nota ég þau hinsvegar í bíl. Það sem málið snýst um er hvað það kom mér á óvart hvað hundunum líður vel í þessum búrum og hreinlega sækjast eftir að vera í þeim á nóttunni og í bílnum, en best er að þegar þeir eru í bústað eða í pössun í ókunnu húsi þá hafa þeir þó búrið sem þeir þekkja. Ef einhvað fólk er að lesa þessa grein sem nýlega er búið að fá sér hund eða er í þeim hugleiðingum, þá mæli ég eindreigið með að fá sér gott og vandað búr hundabúr, rúmgott og þæginlegt.