Afhverju átt þú hund? Ég skal segja þér afhverju ég á hund. Fyrst kemur smá aðdragandi.
Árið 1999 fór og til geðlæknis sem komst að því að ég væri haldi alvarlegu þunglyndi, ég var sett á lyf til að ég yrði eins og venjuleg manneskja. Tvem mánuðum síðar lést uppeldisfaðir minn og það tók mikið á. Stuttu seinna kynntist ég kærasta mínum og ákvað að hætta á lyfjunum (gegn læknisráði) og svo nú í byrjun 2002 var ég aftur sett á lyf vegna þunglyndis, ég var haldin sjálfmorðshugleiðingum. Ég varð að hætta að vinna og var því ein heim allan daginn. Í sept. ákvað ég svo að fá mér hund. Kærastinn minn var alveg samþykkur því svo við slógum því á fast að fá okkur hund. 2 september sá ég svo auglýsta iris setter hvolpa til sölu, ég ákvað að keyra upp á skaga og sækja mér einn. Og ég gerði það, og ég valdi hann ekki bara, hann valdi mig líka. Hann settist fyrir framan mig og horfði á mig eins og hann væri að biðja mig um að taka sig með sér. Ég vissi ekkert um það hvernig setterinn er en ég lét það ekki stoppa mig. Í dag sé ég sko ekki eftir þessari ákvörðun. Ég veit að margir eru að hugsa að þetta sé kannski ekki hundurinn fyrir mig. En það er ekki rétt. Hann þarf mikla hreyfingu og sættir sig ekki við minna en klukkutíma göngu á dag. Þannig að baráttan við auka kílóinn var hafin. Og þunglyndi…. well við skulum bara segja að það var hent mörg þúsund kóróna lyfjum í vaskinn (hefði sparað mér mikið ef ég hefði fengið mér hund strax). Nú er ég búin að eiga Tarzan í 3 mánuði og hann er minn besti vinur. Auðvita hefði ég kannski átt að spá meira í hvernig tegund myndi hennta mér en núna er of seint í rassin gripið.
Í æsku vann ég aldrei til verðlauna. En núna er ég og Tarzan búin að vinna til verðlauna. Við lukum námskeiði hjá Gallerí Voff með einkarnirnar 9,8 og 9,5 og fengum gullpengin fyrir vikið. Við erum í hundaklúbb suðurlands og það gefur mér tækifæri til að kynnast fólki.
Allir eiga sinn verndar engil og Tarzan er minn