Jæja, núna er ég kominn með annan hvolp. Á einn annan sem er rúmlega eins árs og þessi er að verða 4 mánaða, og er þeir strákar af Silky Terrier kyni.
Nú vil ég spyrja ykkur Hugafólk sem hafa átt, eða eiga 2 hunda eða fleiri. ´
Eldri hundurinn er auðvitað forystuhundurinn og það fer ekki á milli mála hjá mér…litli passar uppá að bíða eftir að eldri hefur borðað nægju sína og fer síðan að sínum dalli. Eldri siðar hann líka oft til ef það er eitthvað sem honum líkar ekki við…eða hreinlega að hann vilji fá frið. T.d þegar hann liggur við hliðina á mér, þá urrar hann oft á hann ef hann ætlar að slást í hópinn og kúra. Það er reyndar ekki alltaf sem hann gerir það.
Nú, ég hef þá í sitthvoru búrinu á nóttunni og þegar ég er í vinnu. Málið er að yngri hundurinn vælir ansi mikið á nóttunni..ég vakna alltaf eldsnemma á morgnana og hleypi honum út..en svo finnst mér eins og þetta sé að versna…t.d. þá vaknaði ég klukkan 2 í nótt. Ég skutlaði honum út að pissa og hann auðvitað vildi svo koma uppí til mín og kúra þar…en ég ákvað frekar að setja hann í búrið hjá eldri hundinum og það heyrðist ekki múkk fyrr en ég var komin á fætur í morgun.
Mér var sagt að hafa þá í sitthvoru búrinu svo þeir gætu hvílst..en hvað er ykkar reynsla? Er allt í lagi að hafa þá saman t.d. á nóttunni? Ég vil frekar hafa þá í sitthvoru búrinu þegar ég er ekki heima…bara uppá það ef eldri fer að siða litla eitthvað til. Maður veit aldrei..!!´Ég vil ekki gera litla taugaveiklaðan. Þeir eru annars mjög góðir vinir og virðast lynda vel saman…leika sér mikið amk. Voða fjör.
Líka þetta með að siða til hvolpinn…eldri hundurinn fékk bróður sinn í heimsókn í gær og þeir voru alveg á milljón að leika sér úti. Svo hleyptum við þeim inn og leyfðum litla að spóka sig nálægt þeim. Þá tók eldri minn svoleiðis í hann að hann vældi svakalega og hljóp til mín. Hann hafði engan áhuga á því að hafa hann nálægt þegar bróðirinn væri í heimsókn.
Er þetta ekki allt saman eðlilegt? Ég fékk þá ábendingu að vera alls ekki að grípa inní þetta ferli hjá þeim…því yngri hundurinn þarf að finna sína stöðu þarna..sem er númer 2. Eldri er númer 1. Ég passa að gefa eldri hundinum alltaf bita fyrst og síðan yngri etc.
Ég væri bara mjög þakklát að heyra ykkar skoðun á þessu og fá góðar ráðleggingar, þið sem hafið reynslu.
Einnig líka hvort þið mælið með því að ég fari með hvolpinn á námskeið…en ég fór í Gallerý voff með eldri hundinn núna síðasta vetur og kann þetta nokkurn veginn og hafði hugsað að ég þyrfti ekkert að fara þar sem ég hef farið nýlega. En svo er spurning, hvort það sé ekki hreinlega gott fyrir hundinn að fá að upplifa þetta prógramm..eða hvort það skipti litlu ef ég er dugleg að gera þetta sjálf heima.
Og ein spurning að lokum…hvernig hefur gengið hjá ykkur að vera með 3 hunda? Er það erfiðara en að hafa 2?
Ein sem er alveg farinn í hundanna..!!