enn og aftur smá saga af hinu gríðarvinsæla geirsnefi. þannig er nú það að um daginn fórum ég og mútta og stúlkurnar okkar í smá göngutúr á geirsnefi og það var orðið dimmt (djöfull er pirrandu ap ekki skulu vera nein ljóst þarna)jæja svo erum við að labba þarna og eldri tíkin er MIKIL frekjabolla þegar kemur að öðrum hundum og þá sérstaklega hundum. á leið okkar mætum við veimarinar(kann sko ekki að skrifa þetta) tík og þegar hún byrjar að hnusa og svona sýnir mín tennurnar, mér til mikillar undrunar tók hin tíkin hana bara undir sig og fyrir það fyrsta fannst mér það alltí lagi þar sem mín þarf að sjá það að hún er enginn drottning og eigandinn var líka alveg með á nótunum svo gott mál. við héldum áfram göngu okkar í gúddi fíling þegar við mætum tveim fýrum annar með doberman hinn séffer, allt í lagi með það en þegar dobermantíkin kom auga á mínar kom hún hlaupandi með grimmdar urri og bókstaflega réðst á hana, engin kynning engir frekjustælar í minni elsku… það verður að passa þetta, það er einmitt svona sem kemur óorði í þessar tegundir. ég er fegin að eigandinn skildi ná henni af minni og fara með hana, hún kom reyndar aftur og þá hélt ég að hún ætlaði að fara í þá litlu en sem betur fer…
pössum okkur á svona, viti maður að hundurinn er grimmur gagnvart öðrum og hætta á að hann særi þá einfaldlega verður að hafa hann í ól eða ala betur….