jæja kæra fólk á hundar…:)

nú er komið að ykkur að hjálpa mér smá, ef þið nennið=)
ég er nefnilega í miklum hugleiðingum þessa daganna.
Ég er mikið að spá í að fá mér hund bráðlega(næsta sumar sennilega)
ágætt að byrja núna að skoða vel tegundir og svoleiðis.
Nú var ég bara að spá hvort þið hefðuð einhverja skemmtilega tegund í huga? og afhverju sá tegund?
Ég er alveg brjáluð hundamanneskja og búin að stútera hunda síðan ég man eftir mér og með mjög margar tegundir á hreinu en veitir samt sem áður ekki að smá hjálp hjá fólki. Allir hafa sína reynslu sem væri frábært ef þið gætuð deilt henni. Ég á núna fyrir einn 8 ára íslenskan fjárhund með fjölskyldunni sem semur mjög vel við aðra hunda og dýr. Svo það ætti ekki að vera mikil fyrirstaða.

Ég er að spá í frekar smárri tegund annas kemur svo sem allt til greina þar sem ég er mikil aðdáendi á Great Dane.. og ekki eru þeir smáir!!!!!(og frekar dýrir í uppeldi)
Annas hafa labrador og golden retriever alltaf heillað mig rosalega svo maður veit ekki.
Svo var ég líka að spá hvort þið vitið eitthvað um Manchester Terrier? Og hvort að hann sé til hér á landi nú?

já bara eins og ég segji þá væri mjög gaman að geta fengið bara sem flestar ábendingar um hugmyndir og því um líkt. Allt kemur til greina. Svo þarf ég bara að leggjast yfir þetta allt og taka áhvörðun fyrir sumarið.

takk æðislega:)
fanta