Hundurinn minn, hún Gríma fór í ófrjósemisaðgerð á árinu, þegar við sóttum hana var hún svo sibbin að hún stóð ekki í fæturna og bara hlunkaði sér niður á gólfið hjá dýralækninum ):
Svo þegar við komum heim þá fór sárið að segja til sín og hún þjáðist mjög mikið, ég vorkenndi henni alveg rosalega mikið. Verkirinir voru orðnir það slæmir að við þurftum að fara með hana til dýra aftur til að láta hana fá ferkjalyf ),:
Svo sváfum við frammi hjá henni um nóttina (mamma og pabbi banna henni að fara upp í herbergi) og við vorum með vaktaskipti til að hún myndi ekki verða hrædd !
Svo lagaðist náttlega allt og hún þurfti að vera með svona dóterí (man ekki hvað það heitir) um hausin í nokkra daga (:
Það var rosa fyndið þegar Skotta vinkona hennar kom í heimsókn (þær eru rosa góðar vinkonur) og þegar hún sá hvað Gríma var með um hausinn þá stoppaði hún og settist niður og vissi ekkert hvað hún átti að gera við sjálfa sig, og sömuleiðis Gríma. Venjulega þegar þær hittast eru þær í algjöru stuði og leika og leika (:
En svo er það núna vandamálið hjá henni Grímu að hún er orðin skíthrædd við dýralækna og allt sem minnir hana á dýralækna.
Hún man alveg greinilega ennþá mjög vel eftir þessu ):
Við fórum með hana á snyrtistofu til að láta klippa á henni neglurnar (við áttum ekki klippur þá) og hún varð bara einn stór stressbolti, ég hef alldrei séð hana svona stressaða.
Hún róaðist svo aðeins þegar konan gaf henni nammi (:
En eftir að það var búið að klippa á henni neglurnar þá þurfti að RYKSUGA svæðið sem Gríma hafði verið á út af því að húnn varð svo stressuð að öll hárin bara gjörsamlega flugu af henni !
Svo var hún um daginn hjá dýralækni að fá ormalyfin sín og það var á sama stað og hún fór í aðgerðina og hún fór að hágráta ),:
Svona er hún núna alltaf ef hún þarf að fara til dýra og það er rosalega sorglegt að þurfa að horfa upp á þetta ):
Hefur dýrið þitt farið einhvers konar aðgerð og ef svo er hefur það orðið svona rosalega hrætt við dýralækna ?
Kv. Grímsla