hætta á biti!
ég verð bara að koma einu á framfæri. Það er óþolandi hvað sumir hundeigendur geta verið hugsunarlausir og vitlausir. ég elska hunda, alla hunda og sonur minn 18 mán er ekkert skárri. hann er dyraóður og það er ekki til í honum að meiða dýr þótt hann sé ekki eldri en þetta. við spyrjum alla hundeigendur sem við mætum hvort við megum klappa hundinum hans því ég treysti á að fólkið viti hvort hundurinn sé barngóður eða ekki. en við lentum nu frekar illa í því um daginn. við mættum tveimur Great Dane á röltinu og strákurinn varð vitlaus i þá. og ju ju hann fékk að klappa og knusa annan, ekkert mál. en hinn var með mul svo ég var á báðum áttum með hann en stelpan sem var með hann fullyrti að hann væri barngóður og vænn, að hun væri með börn sjálf og hundurinn dyrkaði þau. Svo ég leyfði hundinum að koma nær, með varann á mér, og allt í einu stekkur hundurinn urrandi til og var næstum buinn að bíta barnið mitt í andlitið. þið getið svona ímyndað ykkur þvílíkann skaða hundurinn hefði getað valdið á barninu! þetta var hræðilegt. sem betur fer var fyrri hundurinn það góður að hann vegaði á móti hræðslunni sem barnið varð fyrir svo hann er enn jafn óhræddur en þarna munaði of litlu. fólk verður að gæta að þessu. ekki hleypa hundunum ykkar nálægt börnum nema þeim sé 100% treystandi og kennið börnunum að spyrja leyfis áður en þau nálgast ókunnuga hunda!!