Jæja Hugafólk,
þá er Evrópusýning hunda Eurodog 2002 liðin, þarna voru sýndir rúmlega 11000 hundar af yfir 300 tegundum. Heldur var þetta langt ferðalag fyrir okkur Keno eða um 12 tímar niður til Parísar. Ekki fylgdist ég neitt sérstaklega með öðrum úrslitum en í okkar tegund, en AM CH My Ida Ho & My Jems Keno varð í 3ja sæti í opnum flokki karlhunda á þessari fyrstu sýningu hans í Evrópu. Fleiri úrslit og myndir getið þið fundið á þessum síðum hér fyrir neðan ef þið hafið áhuga á:
http://www.canitalia.it/notizie/101102/
http:/ /www.123dog.net
Vonandi hafið þið gaman af. En þess má geta að heldur vorum við fljótari heim til Danmerkur aftur eða aðeins um 9 tíma, en þetta var skemmtileg reynsla og næsta sýning hjá okkur er í Svíþjóð um mánarmótin, heldur styttri keyrsla og nokkuð minni sýning. Toppurinn er svo Stóra Stokkhólm sýningin í desember, en meir um það seinna.
Með kveðju frá Danaveldi,
Marta (keno)