Jæjja þá er Fluga mín orðin 3 mánaða…og vá hvað hún stækkar fljótt;)
Hún er orðin algjör æslabelgur og hleypur út um allt eins og vitleysingur. Stuttu eftir að ég fékk hana fórum við að venja hana við ól og það var frekað fyndið! Hún hegðaði sér eins og ótamið tryppi og neitaði að halda á og so skopaði hun út um allt togaði í, en núna er ekkert mal að fara með hana út. Við förum með hana stundum að heimsækja systkynin sín og það er skemmtileg sjón…hún er miklu stærri en hinir hvolparnir og er sko ekkert að láta bræður sína stríða sér;) Hún er nánst hætt að gera þarfir sínar inni(kemur einstaka sinnum að hún gleymir sér) og á næturnar skítur hún og mígur beint á blað. Svo er hún svo ákveðin þegar maður liggur upp í sófa og er kannski að horfa á sjónvarpið þá vill hún láta leika við sg og er ekkert að fara pent í hlutina heldur ræðst hún á hendurnar á manni(þó ekki harkalega) og reynir að fá mann til ad standa upp og leika við sig…en hún hefur sínar rólegu hliðar líka og vill oft kúra.
Zelda