Þetta á kannski ekki heima sem grein en maður hefur séð annað eins hérna.
Hvuttadagar er stór kynning á hundategundum og öllu sem viðkemur hundahaldi. Þarna verða básar fyrir hverja tegund og verður hægt að skoða hundana og spjalla við ræktendur. Einnig verður kynning á ýmsum vörum og þjónustu sem við kemur hundum.
Hvuttadagar eru haldnir í Reiðhöll Gusts í Kópavogi, helgina 23 - 24 Nóvember frá 11:00 - 18:00.
Kannski ég segi aðeins meira frá þessu. Við erum hópur fólks sem hefur það sameiginlegt að hafa áhuga á hundum og hundahaldi, erum í hvorugu félaginu.. Í október síðastliðin fórum við öll á hundasýningu hjá HRFÍ, fannst okkur mjög gaman. Okkur fannst samt vanta einn hlut og það mjög mikilvægan, það var að fólk gæti talað við ræktendur og jafnvel fengið að skoða hundategundina sem það hefði áhuga á í návígi. Þannig kviknaði hugmyndin að Hvuttadögum, síðan hafa verið vikulegir fundir og mikil vinna, þetta er jú ekkert alltof langur undirbúningstími :) en þetta er allt að smella saman og erum við búin að fylla húsið, Reiðhöll Gusts.
Hugsunin á bak við Hvuttadaga er sú að fólk geti komið þarna forvitnast um einhverja ákveðna hundategund og starfsemi tengdum hundum, því að þarna verða líka hundaþjálfara, hundasnyrtar, dýralæknar, gæludýraverslanir, kynnningar á hundafóðri og ýmsum vörum sem tengjast hundahaldi. Þarna verður einnig sýningarsvæði þar sem hver hundategund kynnir sig(5-10 min.) í gegnum hátalarakerfið, þ.e. ræktendur segja stuttlega frá sinni hundategund; eiginleikum, skapgerð, ræktunarmarkmiðum, sögu ofl. ofl. Einnig verða hinar ýmsu uppákomur þarna á sýningarsvæðinu, sem allar verða auðvitað tengdar hundum.
Á kynningunni verður ein nýjung en það er Blendingahornið, þar verðum við með blendinga og umfjöllun um þá.
Markmið kynningarinn er því að fólk geti séð og kynnst hundinum í sem flestum hlutverkum; heimilshundur, vinnuhundur, sýningar og ræktunarhundur ofl.
Ég hvet bara alla til að mæta og hafa gaman að þessu :)