Loksins!! Sponsi litli er kominn.
Loksins fékk ég mér hund hér í bænum. Það er búið að standa lengi til að fá sér hund og kom hann hingað fyrir viku. Þetta er blanda af Irish Setter/Border Collie. Hann er algjör dúlla sem dírkar allt í kringum sig. Hann er svo góður og prúður. Pissar alltaf og kúkar á pappír ef hann er inni. En stundum er bara svo gaman að ílla gengur að miða beint á hann. Hann er alveg að læra að þurrka af sér þegar hann kemur inn og mæli ég eindregið með því að fólk keni hundinum það.
Hann er 9 mánaða og bíður “spenntur” eftir því að verða stærri og sterkari. Hann sefur í kassa á nóttinni en á kodda á daginn. Þegar farið er í bíltúr er koddinn alltaf meðferðis. Þá finnur hann fyrir öryggi og er því ekkert mál að keyra með hann einan í bílnum.
Við konan ákváðum að kenna honum að leika sér sjálfstætt svo hann yrði ekki háður öllu í kringum sig. Bílskúrinn er stór leikvöllur fyrir hann og gegnur mikið á þegar hann kemst í górillu inniskóna mína. Við ákváðum að leifa honum ekki að sofa í rúminu strax. Frekar sef ég með höndina ofan í kassanum svo hann geti kúrt sig að henni. málið er að maður verður að hafa smá svæði fyrir sjálfan sig sem hundurinn kemur ekki á óvelkominn og varð rúmið fyrir valinu. Hann fær stundum að koma uppí en ekki mikið. Það er erfiðara að banna en leyfa þegar hann er orðinn vanur. Skemmtilegra að geta boðið honum þegar hann má koma heldur en að þurfa að banna honum þegar hann hefur oftast mátt.
En dæmir hver fyrir sig hvað sé rétt og hvað sé rangt.
Það stendur til að fara með hann í hvolpa skólann í gallerí voff og hlakkar mér mikið til.
En getur einhver sagt mér eitt. Ég hef alltaf verið vanur að vera með hunda í sveit en ekki í bænum. Hvað er eðlilegt að gefa hvolpinum (9 vikna) mikið að borða. ég er vanur að gefa þeim afgangana í sveitinni en hef þennan á þurrfóðri. Góð ráð væru vel þegin. Ég gef honum alltaf smá mjólk á morgnana með Lýsi út í sem mér þykir gott að fenginni reynslu. en hvenær á maður að stoppa mjólkur drykkjuna.

jæja þetta er orðið ágætt. ég ætla að reyna að senda mynd með eins og ég var búinn að lofa. Vona að það gangi. Ennars redda ég því öðruvísi.

Takk fyrir frábært áhugamál á Huga. Ég er mjög sáttur við þá umræðu sem eru í gangi hér. en samt lyktar smá að skítkassti inn á milli. Sleppum því :)

Smali