Ég held að þetta atvik sem þú ert að tala um var þegar að menntaskóla nemar voru að gera tilraun með einhver hátíðnihljóð, sem fóru illa í hundana og þeir ruku burt.
Þetta var geysilega vanhugsað hjá þeim að mínu mati, enda mikil umferðargata þarna nálægt, og hefði getað orðið manntjón ef þeir hefðu hlaupið upp á ártúnsbrekku.
Ég er ekki sammála þér með að fólk sé að koma með sjéffera og stóra hunda þarna eingöngu til að þess að láta þá vera með vésen í garð annara og minni hunda, mér finnst hálf óhugsandi að einhver hundaeigandi sé svo óábyrgur og illa innrættur.
Hef allavega aldrei orðið vör við neitt afgerandi vésen í þau skipti sem ég hef komið þarna fyrir utan nokkra gribbu hunda.
En hinsvegar er ég 100% sammála um að úrbóta sé þörf á Geirsnefi.
Það þarf að gera einhver ræsi þarna svo að túnið sé ekki alltaf eitt drullusvað, ég vil láta loka þarna fyrir umferð, gera bara bílastæði þarna fremst,(malbikað, ekki möl eða drullu) og fólk myndi þá LABBA með hundana sína inn á svæðið.
Ljós og nokkrir bekkir væri ekki verra, og mér þætti hreinlega frábært ef það væri hægt að láta slöngu með vatni þarna á þetta bílaplan mitt (sem er til í mínum huga) þar sem hægt er að skola af hundunum áður en þeir fara inn í bíl.
Einnig þarf að tæma ruslatunnurnar oftar, og passa að það séu til pokar hjá þeim til að þrífa upp eftir hundana.
Ég held að Reykjavíkur borg ætti nú að taka sig aðeins á og skoða þessi mál þarna betur, fólk er að borga leyfisgjöld, og maður vill fá eitthvað í staðinn!
En það er eitt sem hundaeigendur þurfa svo sannarlega að taka sig á með, sérstaklega þarna á Geirsnefi, og það er að ÞRÍFA upp eftir hundana skítinn!
Það er ótrúlegt hvað fólk trassar þetta, snýr sér undan og þykist ekkert sjá, það er viðbjóður að geta varla labbað þarna fyrir hundaskít.
Einnig að eigendur hunda sem er vitað að eru árásargjarnir, að þeir haldi sig annars staðar með hundana, ekkert illa meint, en það er fátt leiðinlegra en að þurfa að eyða öllum sínum tima þarna í það að passa hundinn sinn fyrir einhverjum gribbu hundum sem hlýða engum.
Þessir hundar sem ég er að tala um eru af ÖLLUM stærðum og gerðum, hef séð pínulitla hunda þarna sem og stóra með vésen, og oft er eigandinn ekkert að spá í því hvað hundurinn er að gera.
Ég hef líka oft heyrt að Geirsnef sé pestabæli, en ég veit ekki hvaða trú ég legg á það, þarna koma vikulega mjög margir hundar, og án efa einhverjir sem fá eitthvað út frá því að vera að þefa af sýktum skít.
Held að lausnin sé að þrífa upp kúkinn eftir hundana sína og koma ekki með óbólusetta hunda á Nefið. (líka að sinna því að láta ormahreinsa hundana sína minnst einu sinni á ári!!)
Svo bara brosa, og vera til fyrirmyndar .. koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sig.
Zallý