Ég á eina gullfallega Collie tík sem heitir nú ekki mjög svo frumlegu nafni, en einfalt bara Tína. Þetta er eiginlega bara ættarnafn hjá okkur, en gamla Collie tíkin okkar hét sko Tína. En við í fjölskyldunni erum með Collie æði, en höfum átt nokkra skoska fjárhunda, Irish Setter og 2 bastarða.
En það hefur aldrei komið neitt annað til greina hjá okkur en Collie. Við höfum svo mikla reynslu á þeim. Þegar ég var 1 árs eignuðumst við fyrstu Tínu og svaf hún alltaf við barnavagninn þegar ég var sofandi. Og hún passaði mig alltaf. Ef einhver var að stríða mér eða lemja mig (svona meira í leik) þá gelti hún á aðilann og sýndi tennurnar, en hún beit aldrei. Hún var líka frábær smalahundur og smalaði hún túnið hjá okkur vel og einnig uppá fjalli. Hún eignaðist 2 hvolpa og í seinasta gotinu eignaðist hún 10 hvolpa, en einn dó og einn varð hálf þroskaheftur en var alveg yndislegur. Við seldum samt alla hvolpana nema einn. En Tína gamla varð 14 ára gömul og þurftum við að lóga henni, hún var komin með æxli í beinin. Var farið með hana í sveitina þar sem hún fékk sprautu og sofnaði hinum hinsta svefni. Og hún liggur í garðinum okkar í sveitinni. Fékk fallegan kross og allt. En svo fyrir 3 árum eignuðumst við nýja Tínu. Hún er allt öðruvísi en sú gamla en er samt góð og blíð og elskar krakka. Hún er kurteis þegar hún fær matinn sinn og situr alltaf kyrr þegar maturinn er settur fyrir framan hana og bíður eftir að maður segir gjörðu svo vel. Algjör dúlla. Verst að ég á ekki mynd af henni í tölvunni en kannski get ég sent hana bráðlega.
Endilega látið heyra í ykkur Collie eigendur.