Besta ráðið til að finna út hvaða hundahótel hentar þínum hundi er að einfaldlega heimsækja hundahótelin og mynda þér skoðun um þau sjálf. hundarnir okkar eru mjög misjafnir og því hentar kannski ekki eitthvað eitt hótel þeim öllum. t.d. tíkin mín vil fá að leika við hina hundana og því myndi aðstaðan á Arnastöðum ekki henta henni (allir hundarnar í sér hólfi og komast inn og út í sitt gerði af vild), ef hún væri hins vegar værukær 6 ára voffi þá myndi þessi aðstaða eflaust henta henni bara mjög vel. Svo setur þú nátturulega alltaf reglur sjálf, og um að gera að lýsa skapgerð hundsins þíns fyrir fólkinu. þau reyna sjálf að para voffa sem geta leikið sér saman en hinir eru bara hafðir sér. hundur sem er aggressivur gagnvart öðrum hundi er ekki bara látinn útkljá goggunnarröðina með því að ráðast á hina hundana. Mér finnst það allavega MJÖG hæpið. svo eru börnin okkar nátturulega alltaf óþekkust hjá okkur sjálfum. þannig að frekja og sérþarfir sem hundurinn þinn leyfir sér kannski í kringum þig fara oft ekki með í pössunina. Það vaxa t.d. vægir og geislabaugur á mína tík þegar hún fer í dagvistun á hundahótelið í Víðidalnum, hún er alveg ofsalega stillt og góð hjá þeim. hundur sem er alltaf eitthvað að óþekktast heima hjá sér, og á ógurlega bágt ef hún fær ekki nóga athygli. ég hef aldrei þurft að senda hana yfir nótt á hundahótel en af góðri reynslu myndi ég setja hana í Víðidalinn. hún kann líka orðið á konurnar þar, þekkir staðinn og svo veit hún að hún verður sótt aftur. ef þú hefur nógan tíma til að finna pössun þá gætiru prófað að setja voffa þangað í dagvistun í nokkra klst og sjá hvernig hann bregst við þegar þú ferð með hann aftur í dagvistun. ef voffi virðist alveg sáttur geturu prófað að setja hann yfir nótt og sjá hvernig hann kemur tilbaka þá. þetta er tilraun sem kostar kannski 2000-3000 en mun betra en bara henda voffa í taugaáfalli þangað allt í einu í heila viku.
kv. Pooh