Sælir allir Huga notendur. Til þess að einfalda aðeins fyrir okkur hlutina, eigum við þá ekki að reyna að takmarka innsenda brandara á Brandara korkinn, en ekki inná Fyndnar síður korkinn.
Fyndnar síður korkurinn er nefnilega fyrir einmitt það. Slóðir á fyndnar síður.
Það vill koma fyrir að fólk sendi brandarana sína inn á Fyndnar síður, og þá “floodast” oft út þeir korkar sem innihalda síður.
Endilega setja brandara á brandara og fyndnar síður á hitt.
Stjórnendur þessa áhugamáls ættu einnig að passa sig á því að þeim greinum sem hafnað er, séu settar inn á brandara korkinn, en ekki inn á fyndnar síður eins og hefur gerst í þó nokkrum tilfellum.
Kveðja
Vectro