Sælir.
Svo virðist vera að notendum finnist fátt skemmtilegra en að vola og væla yfir því sem við stjórnendur áhugamálsins gerum. Hvort sem það er ef við samþykkjum eitthvað eða við samþykkjum það ekki, þá er alltaf einhver bavíani sem vill kvarta yfir okkur og helst bara skjóta okkur líka. Það er allt gott og blessað, okkur er alveg sama hvaða álit þið hafið á okkur, en við viljum ekki þurfa að lesa það þegar við rennum yfir áhugamálið. Ef þið þurfið að tala um það, talið um það við vini ykkar eða fjölskyldumeðlimi. Hingað kemur fólk (oftast) til að skemmta sér og öðrum og það er í raun og veru tilgangurinn fyrir þessu áhugamáli. Ef þið sjáið eitthvað sem ykkur finnst ekki skemmtilegt, eða jafnvel pirrandi, þá er nóg að ýta á Back takkann og halda áfram að skoða. Þið þurfið ekki að brotna niður í hvert skipti sem eitthvað ófyndið eða gamalt kemur hingað inn, það er bara silly.
Svo viljum við líka vekja athygli á því að Ísland er einstaklega lítið land (duh) og útaf því viljum við setja fram nýja reglu. Allt efni sem þið gerið sjálf (þið, vinir, fjölskyldumeðlimir o.s.frv) og viljið deila með okkur, reynið að nota eitthvað annað en íslendinga. Þetta á þó aðallega við myndefni. Ég hef lent í því oft og mörgu sinnum að fólk sé að senda inn mynd af vinum sínum og svo fæ ég skilaboð stuttu seinna þar sem allt er í volli og allir í fýlu. Út í mig (eða OcculT). Gerið okkur þann greiða að sleppa þessu, helst með öllu.
Rantið búið. :)
Með bestu kveðju,
Steini.