Fólk á Íslandi á oft erfitt með að horfast í augu við margt það ofbeldi sem til er í heiminum. Það er auðvelt að halda að svona gerist bara annars staðar (stríð, hryðjuverk, kynþáttahatur, o.s.frv.) og okkar litla eyja sé blessunarlega laus við allt svona. Við getum meira að segja bara gert grín að fáránlegum hlutum ei…ns og ofbeldi gegn emóum, því það er svo fáránlegt að allir vita að svoleiðis gerum við ekki!
Því miður er það ekki svo. Fjöldi emóa á Íslandi hafa orðið fyrir ofbeldi. Fjöldi karla og kvenna á Íslandi hefur beitt emóa ofbeldi. En þessi mynd snýst fyrst og fremst um ofbeldi gegn emóum.
Ég sé að það eru unglingar og ungir krakkar “hlæjandi” af þessari mynd. Viljum við að börnin okkar, sem halda að heimurinn sé góður, fari á hugaog sjá “ó, ég er emo, þýðir það að það þurfi að slá mig reglulega?” eða “ég er er svarthærður, þ…ýðir það að ég eigi að drepa mig?” Að sjálfsögðu er hægt að segja að með gagnrýnni hugsun þá eigi þau ekki að hlusta á þannig skilaboð. En af hverju þá að senda þau skilaboð til að byrja með? Hver er tilgangurinn?
Sama um þá emóa sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Það getur verið mjög erfið lífsreynsla, og erfitt að jafna sig eftir á. Það getur ekki hjálpað að sjá “brandara” sem segir að þær hafi átt ofbeldið skilið - bara út af því að þær eru emóar.
‎“En þetta er bara brandari! Þetta er fyndið!” Hugsið þið kannski. Það getur vel verið. En spyrjið ykkur að þessu - er réttur ykkar til að gera grín að hverju sem er, til að geta hlegið og skemmt ykkur, er hann mikilvægari en réttur annars …fólks til að lifa án ofbeldis? Til að lifa í samfélagi sem tekur sig saman og ákveður að berjast gegn ofbeldi? Trúið þið virkilega að ykkar forréttindi til að gera hvað sem ykkur sýnist sé meira virði en þau lágmarks mannréttindi annarra til að lifa án ofbeldis eða í samfélagi sem sendir þau skilaboð að ofbeldi sé ekki í lagi?
Og þá er ég ekki einu sinni búin að snerta á því að alveg örugglega þekkja flest ykkar einhvern sem hefur orðið fyrir einelti - eða sem hefur lagt einhvern í einelti. Ef ekki þið sjálf. En fólk er oft ekki tilbúið til að tala um það opinberlega - einmitt vegna þeirrar hugmyndafræði sem sést hérna sem er “en ofbeldi gegn emóum er svo sjálfsagt og svo eðlilegt, það er ekkert vandamál, við getum meira að segja bara gert grín að því! ha ha!”
Ég hvet ykkur öll til að nota gagnrýna hugsun.