Um hvað ertu eiginlega að tala? Nefndi ég eitthvað samsæri?
Það eina sem ég sagði er að ég sé ekki hvað Íraksstríðið kemur hryðjuverkamönnum við.
Ég skil ekki hvers vegna þeir eru að fórna hermönnunum sínum í þetta, ég skil ekki hvernig þeir halda að öryggi og frelsi bandaríkjamanna sé betur borgið með því að vera í þessu stríði þar sem BNA eru orðnir eitt óvinsælasta land í heiminum síðustu 10 ár auk þess sem þeirra eigin ríkisstjórn hefur notað tækifærið og ráðist gegn frelsi þeirra.
Ég er ekki bandaríkjahatari eða samsærismaður. Hugmyndin sem BNA standa fyrir var í upphafi frekar sannfærandi og stjórnarskráin þeirra er tímamóta rit sem engri annarri þjóð hefur tekist að útfæra betur jafnvel þótt þeirra stjórnaskár hafi verið samdar eftir á.
En ef þeir hefðu einfaldlega farið eftir skilaboðum forfeðra sinna, ræktað frelsið, séð um sín eigin mál og ekki skipt sér að öðrum þá væru þeir aldrei í þessum vandræðum í fyrsta lagi.
En þegar fólk fær of mikið vald í hendurnar þá spillast þeir og vilja meira vald, en það vald verða þeir ávallt að taka frá öðrum sem hafa einnig safnað að sér valdi og þess vegna eru valdagráðugir öfgakenndir múslimar núna í átökum við valdagráðuga spillta bandaríska pólitíkusa og almúginn lætur báða hópana hafa sig að fífli.
En núna eru bandaríkjamenn að átta sig, vonandi verður ron paul kosinn 2012
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig