Um hundrað manns tóku þátt í kertavöku í útjaðri Akureyrar í kvöld til að minnast hundsins Lúkasar, sem drepinn var á hrottalegan hátt fyrir tæpum tveimur vikum. Flestir þeirra sem mættu komu með hunda sína, og höfðu einhverjir á orði að ekki væri síður um að ræða mótmælastöðu gegn svo hrottalegri meðferð á dýrum en minningarathöfn um Lúkas.
Gott grín, án efa fyndnasta atvik ársins 2007. :)