Ég er sammála þér með þetta “Makkar Crasha ekki” viðhorf sem svona haðir Mac-aðdáendur koma með og veit að það er ekki til einn einasti hlutur, tölvutengdur eður ei, sem virkar 100% alltaf.
Staðreindin er samt sú að vírus tengdu hætturnar eru mun meiri fyrir Windows notendur heldur en OS X notendur.
Ekki benda mér á að kaupa ekki ódýrt drasl því ég fjárfesti í hlutum byggðum á gæðum, ekki verði, og fyrir mig er betra að nota Makka með OS X, mér finnst þær þægilegri og ég á á minni hættu að missa allar skrárnar mínar.
Svo ertu að tala um að nýja Windows-ið, Vista, sé meingallað, sem er satt, nýja OS X stýrikerfið er hinsvegar ekki nærrum því eins gallað og Vista.
Svo hætti ég að taka mark á þér þegar þú bentir mér á að mamma þín hafi fengið sér HP tölvu, hvað kemur það málinu við, við erum að tala um stýrikerfi hérna, ég get alveg keyrt upp Vista á MacBook-inni minni, þá er ég að nota Windows og Makka, z0mg…
En ég nenni ekkert að rífast við þig, né reyna að breyta áliti þínu, mér finnst bara silly þegar Windows notendurnir hérna eru að hlæja að því að OS X keyrður Makki(Sem þú veist ekki einusinni fyrir víst að hafi verið OS X keyrður, gæti alveg verið Vista keyrður og Vista hafi krassa) hafi krassað, því í rauninni er húmorinn hérna fólginn í því að loksins þegar þetta gerist á almannafæri fannst einhverjum það svo merkilegt að hann VARÐ að taka mynd af því. Ef þetta væri gert í hvert skipti sem að windows keyrð tölva krassar væru ekkert nema myndir af því á netinu.