Reyndar eyddi ég 2 árum af lífi mínu í metal og þungarokk og tel mig hafa kynnst því allveg nógu vel til að geta dæmt það.
En núna yrði ég líklega flokkaður sem hnakki, ég geng í tískufötun, er með stutta klippingu og gel í hárinu en þegar ég sé brandara eða mynd sem er á kostnað hnakka fer ég bara að hlægja, og það sem mér finnst enn fyndnara er að það er alltaf verið að skíta yfir hnakka, goth, artý o.s.f.v. en þegar það kemur einhvað sem beinist að metal þá verða allir súrir og fara að kalla mann fávita og heimskann.
Ég held að það sé ekki málið að hnakkar hati metal áhugamenn, frekar held ég að metal áhugamenn taki öllu alltof illa.