NEI, áræðanleiki er ekki til, og ef svo væri, þá myndi það merkja að hægt sé að tala (við þá e-n), þ.e.a.s. e-r sem er áræðanlegur væri þá sá sem hægt er að tala við.
En hins vegar er til orðið áræðilegur og merkirþað árennilegur (sá sem vænlegt er að ráðast á), en ég gef þér það að forn merking orðsins er hins vegar sennilegur.
Þannig að eins og þú sérð þá ertu langt frá því sem þú ætlaðir þér að segja.
Smá ráðlegging:
Að augabragði
skal-a maður annan hafa,
þótt til kynnis komi.
Margur þá fróður þykist
ef hann freginn er-at
og nái hann þurrfjallur þruma.